Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Qupperneq 126

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Qupperneq 126
KENNSLUEFNI í MÁLI OG MÁLFRÆÐI Á UNGLINGASTIG Starf þeirra Þórunnar, Höskulds og Páls hefur skilað árangri og hljóta kennarar að fagna því að fá nýjar bækur og tækifæri til að endurskoða kennslu, aðferðir og vinnulag. Markmið íslenskukennslu breytast hins vegar ekki þótt nýjar bækur komi á markað. Þau miðast við opinbera námskrá (Aðalnámskrá grunnskóla 1989) hvað sem líður útgáfu bóka. Oft krefst það nokkurs af kennurum að taka nýja kennslubók í gagnið. Enn frekar hlýtur að kosta allmikla vinnu að temja sér ný vinnubrögð og leggja áherslur með öðrum hætti en áður. Þetta á ekki hvað síst við um móðurmálskennslu. Þá vaknar sú spurning hvaða fræðilegar forsendur liggja að baki niðurstöðu þremenn- inganna. Hvers vegna telja þeir að vænlegra sé að kenna um mál og málfræði með þeim hætti að lesa og fjalla um texta, og fletta síðan upp í handbók þegar við á, en að nota hefðbundar kennslubækur í málfræði með hefðbundnum greiningar- verkefnum? Þessari spurningu er svarað ágætlega í Aðalnámskrá grunnskóla (1989) þar sem áhersla er lögð á að litið sé á málið í heild sinni. Ekki aðeins er kennurum gert að fjalla t.d. um „[beygingarfræði] í nánu samhengi við aðra þætti móðurmáls" (bls. 73). Nemendur eiga einnig að kynnast hugtökum sem notuð eru við texta- könnun, mállýsingu og bókmenntatúlkun (bls. 71). Stefna þessi er angi af þeim meiði sem kallaður hefur verið heildstæð móðurmálskennsla (sjá t.d. Goodman 1986). I þessum anda eru bækur Þórunnar Blöndal samdar og gerir höfundur grein fyrir tilurð bókanna í formálum þeirra (sjá Þórunni Blöndal 1994:[5-6], 1995:[5-6]). Bókmenntatextar, stuttir þættir og blaðagreinar mynda megintexta bókanna, en inn á milli er skotið verkefnum af ýmsu tagi. Þá vekur ekki síður athygli að málfræði er skilgreind mun víðar en oft áður. Fjallað er um karla- og kvennamál, íslensk mannanöfn, máltöku barna og þéringar svo nokkuð sé nefnt. Málnotkun skipar öndvegi, og síðan eru kynnt þau hugtök sem nauðsynleg eru til þess að lýsa henni í mismunandi textum. I bókunum er enn fremur fjallað um ritun, sem er mjög af hinu góða. Hún hefur alltof lengi verið hornreka í grunnskóla. Bækur Þórunnar eru afar skemmtilegar og ættu að verða til þess að umræða í skólum um mál verði meira áhugavekjandi en hingað til. Til þess að geta fjallað um mál, greint það og lýst því, þarf að grípa til hugtaka. En hvaða hugtaka? Segja má með sanni að margt viðfangsefna í ýmsum kennslu- bókum er ofan við þann skilning sem nokkur von er til að nemendur í grunnskóla búi yfir. Auk þess þjóna utanaðlærðar skilgreiningar ekki markmiðum Aðalnám- skrár grunnskóla (1989), hvort sem fólki líkar það betur eða verr. En nauðsynlegt er að nemendur hafi ýmis grundvallarhugtök á valdi sínu. Sum þeirra eru oft notuð og því má búast við að börn og unglingar læri þau smám saman, en önnur eru sjaldgæfari, en til þeirra getur þurft að grípa. Skilgreiningin kann því að vera á reiki í huga nemenda. Mályrkjubækurnar eru ekki handbækur, enda var það ekki ætlunin (sjá Þórunni Blöndal 1994:[5-6]). í Handbók um málfræði er hins vegar fjallað um hugtök málfræðinnar. í fyrri hluta bókarinnar er hugtökum raðað í stafrófsröð og þau skilgreind og skýrð á um 160 blaðsíðum. Auk þess eru sýnd dæmi. Síðari hlutinn er svipaður að lengd (um 150 bls.) og ber hann að ýmsu leyti merki hefð- bundinnar kennslubókar. Fjallað er um þætti málfræðinnar í sérstökum köflum, framburð, beygingar og orðflokka, orðmyndun, setningafræði og merkingu. Auk 224
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.