Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 127

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 127
SIGURÐUR KONRAÐSSON þess eru kaflar um málrækt, mállýskur og stutt málsögulegt yfirlit. Úr orðaskrá er oft vísað í síðari hluta. Bókin er skýr og fróðleikur allur aðgengilegur. Mikill fengur er í bók af þessu tagi. En þó er nauðsynlegt að staldra við og spyrja hvort bókin henti í grunnskólum. Er hún of þung? Er hún of efnismikil? Eru þau hugtök í henni sem mestu máli skipta? Til þess að svara spurningum af þessu tagi þyrfti að vera komin lengri reynsla af bókinni. Þó verður ekki annað sagt en liugtökin séu ágæt- lega skýrð og ættu nemendur á unglingastigi að hafa full not af orðaskránni. Text- inn í síðari hluta er hins vegar á stundum ítarlegri en gengur og gerist, a.m.k. sé miðað við kennslubók Björns Guðfinnssonar (1958) eða bækur Skúla Benedikts- sonar (sjá t.d. 1979). Að því hefur verið fundið að Málvísibækurnar (sjá Indriða Gíslason 1989, 1992, 1993) hafi verið þessu marki brenndar, umræða um mál og málfræði sé of mikil og verkefni af skornum skammti. Rétt er að nýmælið í Málvísibókunum er að ekki er megináhersla á greiningu og reglur, en í bókunum er auðvelt að sjá þá tilhneigingu sem rís enn hærra í Mályrkju 1 og II. Hér er með öðrum orðum leitast við að fara að fyrirmælum Aðalnámskrár (1989) um heildstæða móðurmálskennslu. Nú mun Aðalnámskrá grunnskóla hins vegar komin í endur- skoðun og ber að fagna því, enda tímabært að huga að nýjum áherslum þegar líður að tíu ára afmæli. Spennandi verður að fylgjast með framvindu mála á þeim vettvangi. Verður t.d. dregið úr áherslu á heildstætt móðurmálsnám, eða verður lögð enn ríkari áhersla á það hér eftir en hingað til? Þegar nýtt kennsluefni í móðurmáli kemur á markað er venja að þegja yfir því um stund og helst lengi. Hér er e.t.v. komið að viðkvæmu máli sem teygir anga sína upp í háskólana. Spyrja má hvernig þeir standa sig í að mennta móðurmálskennara. Háskóli íslands sér framhaldsskólum einkum fyrir starfsmönnum, en Kennara- háskóli íslands og Háskólinn á Akureyri (frá 1996) mennta grunnskólakennara. Langflestir kennarar í grunnskólum hafa brautskráðst frá Kennaraháskóla Islands. Því hljóta sjónir manna að beinast að honum komi til þess að grunnskólakennarar verði gagnrýndir fyrir móðurmálskennslu og e.t.v. full lítinn sveigjanleika í baráttu við málfræði og móðurmál almennt. Ekki verður hér fjallað um áherslu á íslensku í Kennaraháskóla íslands en vísa má í Sigurð Konráðsson (1992) þar sem dregið er í efa að kennarar sem brautskrást úr skólanum með B.Ed.-próf hafi í öllum tilvikum nægilega þekkingu til að kenna íslensku í grunnskóla og fullnægja kröfum Aðat- námskrár (1989). Endurmenntunardeild skólans hefur haldið nokkur námskeið í móðurmáli, en auðvitað hefur aðeins brot starfandi kennara átt þess kost að sækja þau. Þegar yfirvöld menntamála gefa út kennslubækur af því tagi sem hér hefur verið rætt um er nauðsynlegt að þeir sem sinna endurmenntun bjóði námskeið handa starfandi kennurum. Kynna þarf nýjar aðferðir í kennslu, og það sem afdrifa- ríkara er - aðferðir sem krefjast miklu meiri þekkingar á íslensku, bókmenntum, málfræði, ritun og almennum málvísindum en vænta má að kennarar búi almennt yfir. Auðveldara er að kenna málfræði með hefðbundnum aðferðum (t.d. greiningu eða eyðufyllingum) en með því að kenna allt í senn, án þess að veigamikil atriði verði útundan. Hér þarf mikla skipulagningu - og endurskipulagningu. 125
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.