Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 62
HÆ.TT í SKÓLA
baki hætta eftir grunnskóla með hærri einkunn en hin (4,47 á móti 3,81 og 3,58).
Börn feðra án sérmenntunar og börn feðra með bóknám eða háskólamenntun reyna
fremur við framhaldsskólann þrátt fyrir lága einkunn. Börn feðra með verklegt nám
að baki hætta enn fremur í framhaldsskóla með hærri einkunn (5,02 á móti 4,89 og
4,39). Af þeim sem eru enn í námi eru börn feðra með bóknám eða háskólamenntun
með hæsta meðaleinkunn.
Tafla 2
Meðaleinkunnir könnunarhóps á samræmdum prófum
flokkaðar eftir námsferli og menntun föður: Ekkert nám eftir
grunnskóla (1), framhaldsnámi hætt eftir tvö ár eða fyrr (2),
enn í námi (3) og námi lokið (4)
Námsferilshópar Meðaltal
Menntun föður 1 2 3 4
An sérmenntunar 3,81 4,89 4,29 4,88 4,42
Verklegt nám í framhaldsskóla 4,47 5,02 4,44 4,85 4,72
Bóknám og háskólamenntun 3,58 4,39 5,83 5,64 5,15
Heildarmeðaltal 4,64
Ekki komu fram samverkandi tengsl námsferils og búsetu við meðaleinkunn á sam-
ræmdum prófum (þ.e. tengsl einkunna við námsferil voru þau sömu í dreifbýli og
þéttbýli). Sömuleiðis komu ekki fram samverkandi tengsl búsetu og menntunar
föður við meðaleinkunn (þ.e. tengsl einkunna við menntun föður voru sambærileg
í dreifbýli og þéttbýli).
Frávik frá heildarmeðaltali einknnna
Ef skoðuð eru frávik frá heildarmeðaltali einkunna könnunarhóps á samræmdum
prófum, þegar hópurinn er flokkaður eftir námsferli, má sjá að námsferilshóparnir
eru sambærilegir við meðaltal alls úrtaksins (þ.e. þeirra í úrtakinu sem tóku grunn-
skólapróf) hvað einkunn varðar að undanteknum þeim hópi sem hætti námi strax
eftir grunnskóla, en hann er 0,6 undir meðaltalinu. Þegar skoðað er frávik frá
heildarmeðaltali könnunarhóps með hliðsjón af búsetu sést að þeir sem búa á höf-
uðborgarsvæðinu eru 0,2 undir meðaltali en landsbyggðin 0,1 yfir. Frávik frá
meðaltali, þegar hópurinn er flokkaður eftir menntun föður, er mest í hópi barna
feðra með bóknám eða háskólamenntun, þ.e. 0,6 yfir meðaltali. Börn feðra með
verklegt framhaldsnám að baki eru 0,1 yfir meðaltali og börn feðra án sérmenntun-
60