Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 37

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 37
SIGRÚN AÐALBJARN ARDÓTTIR, KRISTJANA BLÖNDAL þykir að gagnvirk tengsl séu á milli sjálfsmyndar og námsárangurs. Eins og mynd barns af námsgetu sinni hefur áhrif á námsárangur þess getur námsárangur barns haft áhrif á mat þess á eigin hæfni (Burns 1982; Felker 1974). Athygli vakti að námsárangur stúlkna sem sýndu neikvæða hegðun var líklegri til að vera lakari en annarra stúlkna. Slík hegðun tengdist hins vegar ekki náms- árangri drengja. Ymsum ástæðum þessa má velta fyrir sér. Sem fyrr segir er neikvæð hegðun ekki eins algeng meðal stúlkna og drengja. Þær stúlkur sem sýna neikvæðari hegðun en aðrar stúlkur gætu átt við persónulega og félagslega erfið- leika að stríða sem birtist í námsárangri þeirra. Þar sem neikvæð hegðun er algeng- ari og jafnvel viðurkenndari hjá drengjum tengist hún ekki endilega því að þeir eigi við sérstaka erfiðleika að etja - duglegir drengir í námi eru oft fyrirferðamiklir. Loks kom fram að kvíði barnanna tengdist ekki námsárangri þeirra. Gera má ráð fyrir því að niðurstaðan hefði orðið önnur ef í úrtakinu hefðu verið börn sem eiga við sérstaka félagslega og tilfinningalega erfiðleika að etja (sjá Fessler o.fl. 1991). Námsárangur - Tengsl við rökhæfni og samskiptahæfni Mikilvægustu niðurstöður rannsóknarinnar eru ef til vill þær að bæði rökhæfni og samskiptahæfni spáðu fyrir um námsárangur stúlkna og drengja. Ekki ætti að koma á óvart að börn sem höfðu þroskaða rökhæfni náðu betri námsárangri en önnur, óháð samskiptahæfni þeirra. Trúlega þykir forvitnilegri sú niðurstaða að börn sem sýndu þroskaða samskiptahæfni náðu betri námsárangri en önnur börn, óháð því hvort þau bjuggu yfir þroskaðri eða fremur óþroskaðri rökhæfni. Nú kynni einhver að spyrja hvort rekja mætti tengsl samskiptahæfni og náms- árangurs til málfarslegrar hæfni barnanna sem lægi að baki þessum mælingum. Til að svara þeirri spurningu var kannað hvort samskiptahæfni spáði fyrir um náms- árangur óháð bæði námsárangri í móðurmáli og rökhæfni barnanna. Svo reyndist vera. Þau börn sem sýndu þroskaða samskiptahæfni sýndu betri námsárangur en önnur börn hvort sem þau hlutu góða eða slaka einkunn í móðurmáli. Að sjálfsögðu þyrfti þó að leggja fyrir staðlað próf í málfarslegri hæfni (t.d. Sigríður Valgeirsdóttir 1983) til að geta fullyrt með meiri vissu að slík hæfni skýri ekki þessi tengsl sam- skiptahæfni og námsárangurs. Aðrir kynnu að spyrja hvort samskiptahæfni barna komi fram í námsmati kenn- aranna (sjá Bowles og Gintis 1976). A það skal minnt að kennaramat var ekki notað til að meta samskiptahæfni barnanna heldur voru tekin við þau viðtöl hvert og eitt um samskiptaklípur. Af þeim sökum ætti að vera betri trygging fyrir því að mat kennara á námsárangri (einkunnagjöf) og mat utanaðkomandi aðila á samskipta- hæfni barnanna væri óháð hvort öðru. Enn er þó ofangreindri spurningu ósvarað þar sem samskiptahæfni barna gæti endurspeglast í hegðun þeirra í skólastarfinu (Sigrún Aðalbjarnardóttir 1993; Yeates o.fl. 1991) og haft áhrif á mat kennaranna á námsárangri þeirra. Nokkur umræða hefur átt sér stað um þetta mál. Niðurstöður rannsókna (Edelstein o.fl. 1990; Keller 1976; Wentzel 1991b) þykja sýna það sterkt samband á milli félagshæfni barna og námsárangurs óháð vitsmunahæfni þeirra að 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.