Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 159

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 159
STEFÁN BERGMANN verkefninu eftir á einhvern hátt. Það virðist samdóma álit þeirra sem helst komu að þessu verki að starf samstarfsnefndar ráðuneytanna tveggja hafi verið sérstaklega mikilvægt. Þessi nefnd tók til starfa 1988 og var hún samstarfsvettvangur þeirra ráðuneyta, sem samkvæmt lögum bera ábyrgð á kynfræðslu. Það er miður að starf nefndarinnar hefur nú lagst af. , Kynningarstarf hefur verið allfjölþætt og fjöldi þátttakenda á kynningarfund- um og námskeiðum til þessa er um 90 manns, einkum kennarar og hjúkrunarfræð- ingar. Auk þess hafa um 550 kennaranemar kynnst efninu í námi sínu í KHÍ. Ekki hefur verið leitað eftir fræðslufundum endurmenntunardeildar KHI um námsefnið og aðferðir þess. Markmið með þeim var að bjóða einstökum skólum eða nágranna- skólum kynningu og aðstoð við að taka námsefnið upp. Þetta gæti bent til þess að það séu fáir aðilar í skólunum sem kynnast því að gagni og sinna kynfræðslu á unglingastigi. Reglubundin námskeið fyrir kennara hafa ekki verið haldin, en lík- legt er að það geti haft veruleg áhrif á frekari útbreiðslu efnisins. Ýmis samtök hafa sýnt námsefninu áhuga og spurst fyrir um það, m.a. samtök foreldra og kvenna og talsmenn þeirra lýst yfir ánægju með efnið. Líklegt er að samtök sem þessi séu heppilegur vettvangur fyrir umræðu um námsefnið og þýðingu þess. Kennarabókin hefur borist í nær alla skóla sem sinna unglingakennslu. Að loknum tveimur skólaárum virðist sem um 30% nemenda í árgangi hafi notað efnið. Sennilega er það hvorki góður né lélegur árangur. Margir nota áfram eldra efni við kynfræðsluna og oft eigið efni. Búast má við að svo verði áfram. Af þessu sést að enn er langt í land með að Lífsgildi og ákvarðanirhafi náð þeirri útbreiðslu sem vænst er. Lífsgildi og ákvarðanirkaWa á kennsluaðferðir og skipulagningu sem ekki eiga sér útbreidda hefð í íslenskum skólum og mun það hindra einhvern hóp kennara frá því að taka það upp. Hins vegar er það skoðun höfundar að námsefnið sé afar hent- ugt að gerð til þess að reyna þær kennsluaðferðir sem um ræðir. Þannig gæti það stuðlað að þróun skólastarfs og skapað kennurum mikilvæga reynslu. Hugmynd- irnar um skipulagningu og mikilvægi samstarfs við foreldra stuðla að því sama (Aðalnámskrá 1989:184). Kennarabók og myndbandi er ágætlega tekið samkvæmt reynslu af tilrauna- kennslu og viðbrögðum kennaranema, en athugasemdir falla um erlend einkenni þess bæði hjá kennurum og nemendum. Kennari getur, ef hann er meðvitaður um þessi viðbrögð, unnið úr þeim með nemendum sínum, t.d. með því að bera saman ólíka siði, ólík viðhorf og menningu. Þannig gæti meintur ágalli orðið menntandi og jafnvel stuðlað að því að viðhorf þróist í átt til víðsýni. Samstarf við heimili og foreldra er meginatriði í uppbyggingu námsefnisins og markmiðum þess. Ætlast er til að allir foreldrar fái sérstaka foreldrabók í hendur. Bregðist þessi þáttur verða áhrif kennslunnar miklu minni. Rannsókn tveggja kenn- aranema vorið 1993 í skólum á Akureyri og í Reykjavík á viðhorfum foreldra til foreldrabókar, samstarfs við gerð heimaverkefna og til foreldrafunda, gefur áhuga- verðar vísbendingar. Flestir eru foreldrarnir jákvæðir gagnvart kynfræðsluefninu. Vísbendingar koma fram um að foreldrafundir nýtist ekki í íslensku skólunum að 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.