Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 61
GERÐUR G . ÓSKARSDÓTTIR
náms að ræða, t.d. grunndeildir í iðnnámi, sjá umræðukafla). Meðaleinkunn þess-
ara þriggja síðast töldu hópa á samræmdu prófunum er mjög svipuð eða 4,58-4,90.
Menntun feðra þeirra sem könnunin náði til (þ.e. þeirra sem hættu í skóla eftir
tvö ár í framhaldsnámi eða fyrr) var skipt í þrennt: 1) almennt nám, án sérmennt-
unar; 2) verklegt nám á framhaldsskólastigi; 3) bóklegt framhaldsnám eða háskóla-
menntun. Feður 38% hópsins höfðu aðeins almennt nám að baki og var meðalein-
kunn barna þeirra 4,42; yfir helmingur hópsins eða 53% áttu föður með verklega
menntun og var meðaleinkunn þeirra 4,72; og 9% áttu föður sem var með bóklegt
framhaldsnám eða háskólamenntun og var meðaleinkunn þeirra nemenda 5,15. Til
samanburðar má geta þess að íslenskir karlar á aldrinum 40-60 ára (sem telja má
aldur þessara feðra sem hér um ræðir) skiptast í þessa menntunarhópa með eftirfar-
andi hætti: aðeins skyldunám 21%, verklegt framhaldsnám 53% og framhaldsnám
eða háskólamenntun 24% (Félagsvísindastofnun 1993).
Búsetu var skipt í höfuðborgarsvæði, þ.e. Reykjavík, Kópavogur, Garðabær,
Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Seltjarnarnes, og landsbyggð og miðaðist hún við
lögheimili nemenda árið 1984 (árið sem flestir í árgangnum hófu nám í 9. (nú 10.)
bekk). Um 36% svarenda í könnunarhópi bjuggu á höfuðborgarsvæðinu (alls 181,
svarhlutfall 71,6%) og var meðaleinkunn þeirra 4,46. Um 64% (alls 340, svarhlutfall
76,6%) bjuggu á landsbyggðinni og var meðaleinkunn þeirra hærri eða 4,74. Til
samanburðar má geta þess að skipting allra landsmanna á milli höfuðborgarsvæðis
og landsbyggðar er allt önnur, þar sem um 58% allra landsmanna búa á höfuð-
borgarsvæðinu og 42% utan þess (Félagsvísindastofnun 1993).
Einhliða tengsl
Einhliða dreifigreining sýndi að munur var á meðalgildum einkunna á samræmd-
um grunnskólaprófum í námsferilshópunum fjórum (marktektarmörk 0,05;
F=ll,73; P=0.00). Það þýðir að meðalgildi einkunna a.m.k. tveggja hópa væru ólík.
Til að kanna hvar munurinn lægi var beitt Scheffés-prófi og sýndi það að meðalgildi
einkunna 1. hóps (með ekkert nám eftir grunnskóla) væri ólíkt meðalgildum ein-
kunna hinna hópanna við 0,05 marktektarmörk. Ekki mældist marktækur munur á
milli annarra hópa.
Marghliða dreifigreining sýndi mun á meðalgildum einkunna námsferilshóp-
anna fjögurra eins og einhliða dreifigreiningin. Munur á meðaleinkunnum íbúa
höfuðborgarsvæðis og landsbyggðarmanna var marktækur (marktektarmörk 0,05;
F=8,12; P=0,00). Einnig kom fram munur á meðalgildum einkunna þegar hópurinn
var flokkaður eftir menntun föður (marktektarmörk 0,05; F=4,10; P=0,00).
Samverkaitdi tengsl
Við marghliða dreifigreiningu komu fram samverkandi tengsl námsferils og
menntunar föður við einkunnir (marktektarmörk 0,05; F=l,99; P=0,07). I hópi þeirra
sem hætta námi við lok grunnskóla eða fyrr eru börn feðra með bóknám eða
háskólamenntun með lægsta meðaleinkunn (sjá Töflu 2). Með tilvísun í marktækni
á Scheffés-prófi má draga eftirfarandi ályktanir: Börn feðra með verklegt nám að
59