Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 38

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 38
NÁMSÁRANGUR 11 ÁRA BARNA þar geti ekki verið um að ræða kerfisbundna hlutdrægni kennara. Wentzel (1991b) bendir t.d. á að ólíklegt sé að sami nemandi hlyti svipaðar einkunnir hjá mörgum kennurunum, svo sem títt er, ef mat á námsárangri réðist mjög svo af hlutdrægni kennara. Með öðrum orðum, hlutdrægni kennaranna hlyti að vera tilviljunar- kenndari við einkunnagjöfina en hún er ef skýra ætti námsárangur nemenda með tilvísun til hlutdrægni þeirra. Eðlilegri skýring er sú að félagshæfni barna, eins og samskiptahæfni í að leysa ágreining sem hér var til athugunar, leggi mikilvægan grunn að líðan barnanna í skólastarfi sem skili sér í námsárangri þeirra (sjá Wentzel 1991b). I stuttu máli má segja að vangaveltur um niðurstöður rannsóknarinnar séu mikilvægar þegar leitað er svara við spurningum námskrárgerðarmanna um hvað eigi að kenna og hver eigi að vera áhersluatriði í skólastarfinu. Athyglisvert var hve samskiptahæfni barnanna veitti sterka forspá um námsárangur þeirra. Slíkar niður- stöður eru mikilvægar í ljósi þess hve þáttum er tengjast samskiptum barna hefur verið ómarkvisst sinnt í skólastarfi til þessa. Ymislegt bendir þó til að umræða um mikilvægi uppeldishlutverks skólans á sviði félags- og siðgæðisþroska fari vaxandi (Oser 1992). Hér á landi kemur sú hugsun fram í Aðalndmskrdgrunnskóla (1989) og er ljóst að skólamenn í dag huga æ meira að samskiptum í bekkjarstarfi. Eftirspurn eftir námsefni og leiðbeiningum um meðferð slíkra þátta í skólastarfinu ber vott um slíkan áhuga (Sigrún Aðalbjarnardóttir 1992; 1993). Enn er þó þeirri spurningu ósvarað hvort nemendur, sem fá hvatningu í skólastarfi til að fjalla markvisst um samskipti, sýna betri námsárangur en nemendur sem ekki fá slíka hvatningu umfram það sem gengur og gerist í venjulegu skólastarfi. Heimildir Aðalndmskrd grunnskóla. 1989. Reykjavík, Menntamálaráðuneytið. Antonak, R. F. 1988. Relationships between group IQ and scholastic achievement at grades two, four, and six. Educational Research Quarterly 12:23-29. Afangaskýrsla nefndar um mótun menntastefnu. 1993. Reykjavík, Menntamálaráðu- neytið. Beitchman, J. H., B. Kruidenier, A. Inglis og M. Clegg. 1989. The Children's Self- Report Questionnaire. Factor score age trends and gender differences. Journal of the American Academy ofChild and Adolescent Psychiatry 28:714-722. Bowles, S. og H. Gintis. 1976. Schooling in Capitalist America. Educational Reform and the Contradictions ofEconomic Life. London, RKP. Burns, R. B. 1982. Self-Concept Development and Education. London, Holt, Rinehart and Winston. Dweck, C. S. og N. D. Reppucci. 1973. Learned helplessness and reinforcement re- sponsibility in children. Journal of Personality and Social Psychology 25:109-116. Edelstein, W. 1980. Spurningalistar úr rannsókninni Child Development and Social Structure. Berlin, Max Planck Institut. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.