Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 38
NÁMSÁRANGUR 11 ÁRA BARNA
þar geti ekki verið um að ræða kerfisbundna hlutdrægni kennara. Wentzel (1991b)
bendir t.d. á að ólíklegt sé að sami nemandi hlyti svipaðar einkunnir hjá mörgum
kennurunum, svo sem títt er, ef mat á námsárangri réðist mjög svo af hlutdrægni
kennara. Með öðrum orðum, hlutdrægni kennaranna hlyti að vera tilviljunar-
kenndari við einkunnagjöfina en hún er ef skýra ætti námsárangur nemenda með
tilvísun til hlutdrægni þeirra. Eðlilegri skýring er sú að félagshæfni barna, eins og
samskiptahæfni í að leysa ágreining sem hér var til athugunar, leggi mikilvægan
grunn að líðan barnanna í skólastarfi sem skili sér í námsárangri þeirra (sjá Wentzel
1991b).
I stuttu máli má segja að vangaveltur um niðurstöður rannsóknarinnar séu
mikilvægar þegar leitað er svara við spurningum námskrárgerðarmanna um hvað
eigi að kenna og hver eigi að vera áhersluatriði í skólastarfinu. Athyglisvert var hve
samskiptahæfni barnanna veitti sterka forspá um námsárangur þeirra. Slíkar niður-
stöður eru mikilvægar í ljósi þess hve þáttum er tengjast samskiptum barna hefur
verið ómarkvisst sinnt í skólastarfi til þessa. Ymislegt bendir þó til að umræða um
mikilvægi uppeldishlutverks skólans á sviði félags- og siðgæðisþroska fari vaxandi
(Oser 1992). Hér á landi kemur sú hugsun fram í Aðalndmskrdgrunnskóla (1989) og er
ljóst að skólamenn í dag huga æ meira að samskiptum í bekkjarstarfi. Eftirspurn
eftir námsefni og leiðbeiningum um meðferð slíkra þátta í skólastarfinu ber vott um
slíkan áhuga (Sigrún Aðalbjarnardóttir 1992; 1993). Enn er þó þeirri spurningu
ósvarað hvort nemendur, sem fá hvatningu í skólastarfi til að fjalla markvisst um
samskipti, sýna betri námsárangur en nemendur sem ekki fá slíka hvatningu
umfram það sem gengur og gerist í venjulegu skólastarfi.
Heimildir
Aðalndmskrd grunnskóla. 1989. Reykjavík, Menntamálaráðuneytið.
Antonak, R. F. 1988. Relationships between group IQ and scholastic achievement at
grades two, four, and six. Educational Research Quarterly 12:23-29.
Afangaskýrsla nefndar um mótun menntastefnu. 1993. Reykjavík, Menntamálaráðu-
neytið.
Beitchman, J. H., B. Kruidenier, A. Inglis og M. Clegg. 1989. The Children's Self-
Report Questionnaire. Factor score age trends and gender differences. Journal of
the American Academy ofChild and Adolescent Psychiatry 28:714-722.
Bowles, S. og H. Gintis. 1976. Schooling in Capitalist America. Educational Reform and
the Contradictions ofEconomic Life. London, RKP.
Burns, R. B. 1982. Self-Concept Development and Education. London, Holt, Rinehart
and Winston.
Dweck, C. S. og N. D. Reppucci. 1973. Learned helplessness and reinforcement re-
sponsibility in children. Journal of Personality and Social Psychology 25:109-116.
Edelstein, W. 1980. Spurningalistar úr rannsókninni Child Development and Social
Structure. Berlin, Max Planck Institut.
36