Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Síða 110

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Síða 110
MÓÐURMÁLSKENNSLA í VILLINGAHOLTSSKÓLA sér grein fyrir hve mikla þekkingu nemendur hafa á því efni sem á að taka fyrir. Hér er gott að nota þankahríð. Hún er fljótleg og veitir kennaranum nokkuð góðar upp- lýsingar um þekkingu nemenda. Ef hún er lítil þarf e.t.v. að auka hana áður en haldið er áfram. Viti þeir hins vegar mikið er nauðsynlegt að virkja vitneskju þeirra vel fyrir lesturinn, t.d. með umræðum eða með því að láta þá skrifa um efnið, því að ritun eflir lesskilning. Þegar þessari vinnu er lokið undirbýr kennari lestur bókarinnar. Hann ákveður hvað á að lesa og hverju má sleppa. Það er óþarfi að nemendur lesi alla bókina því þeir muna hvort eð er aldrei allt. Kennarinn þarf að hjálpa þeim að setja sér skýr markmið fyrir lesturinn vegna þess að því betur sem þeir skilja til hvers þeir eru að lesa, þeim mun líklegra er að þeir skilji það sem þeir lesa. Þekking á uppbyggingu og skipulagi textans getur hjálpað nemendum að átta sig á aðalatriðunum. Aður en þeir lesa ákveðinn kafla er heiti hans athugað. Fyrirsagnir veita vísbendingar um textann og myndir gefa ýmsar upplýsingar. Hugað er að millifyrirsögnum, ef ein- hverjar eru, myndir skoðaðar og myndatexti lesinn. Þá er nauðsynlegt að vekja athygli þeirra á skáletruðum og feitletruðum orðum. Fyrir lestur þarf kennari að fara í þau orð sem hann telur að nemendur skilji ekki. Samhliða öllum þessum athugunum geta nemendur skrifað hjá sér spurningar sem þeir vilja fá svarað við lesturinn. Þegar þessu er lokið hafa þeir fengið nokkuð skýr markmið fyrir lestur- inn. Þessi vinna tekur ekki ýkja langan tíma og hún er ákaflega gagnleg. Þetta geta nemendur gert einir eða í hópum. Fljótlega læra þeir vinnubrögðin en það þarf vissulega að kenna þeim þau. Lestur: Þegar komið er að lestri textans má að sjálfsögðu beita nokkrum aðferð- um. I fyrsta lagi má láta hvern nemanda lesa fyrir sig og þá hefur hann fyrir framan sig spurningarnar, sem samdar voru út frá þeim vísbendingum sem fyrirsagnir, myndir og fleira gáfu. I öðru lagi vinna tveir og tveir saman. Þeir byrja á því að lesa í hljóði stuttan kafla, 400-600 orð. Sá sem fyrr er búinn, getur lesið aftur með tilliti til mikilvægra þátta. Eftir lestur leggja þeir textann frá sér. Annar segir munnlega frá því sem lesið var, án þess að líta í textann. Hinn hlustar og má aðeins trufla til þess að fá nánari skýringar. Síðan leiðréttir hann það sem var rangt og bætir við atriðum sem voru ekki í frásögninni, en hann telur að eigi að vera þar. Loks skipta þeir um hlutverk og lesa meira. Kosturinn við þessa aðferð er sá, að strax eftir lestur rifja nemendur upp það sem lesið var og ræða um það. Þeir hjálpa hvor öðrum að skilja textann. I þriðja lagi eru nemendur saman í stærri hóp. í byrjun hvers kafla skipa þeir hópstjóra sem stjórnar störfum hópsins. Einn les upphátt fyrir hina, t.d. á milli greinaskila, og tekur þá næsti við. Eftir hvern lestur finna þeir aðalatriðið í því sem lesið var og semja í sameiningu eina til tvær spurningar. Þessi aðferð hefur reynst bæði skemmtileg og árangursrík. Hún hvetur nemendur til umræðna um efnið og þær umræður eru oft mjög gagnlegar og skemmtilegar. Kennarinn gengur á milli hópanna og leiðbeinir eftir því sem þörf krefur. 108
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.