Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 17

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 17
LOFTUR GUTTORMSSON skólaskyldu barna var ákveðið að nota skyldi í lestrarkennslu bækur sem létu börn- unum í té ágrip af sögu og landafræði föðurlandsins og veittu þeim þekkingu er stuðlaði að því að útrýma fordómum (Haue o.fl. 1986:43). Þessi ákvæði vísuðu til lestrarbókarhefðar upplýsingartímans sem Danir höfðu snemma lagt rækt við eftir þýskum fyrirmyndum (Loftur Guttormsson 1990:173; Sletvold 1971:18-29). Á fyrstu áratugum aldarinnar komu þannig út margar lestrarbækur í upplýsandi al- fræðistíl sem ruddu sér til rúms í barna- og gagnfræðaskólum. Ein þeirra var Danske Barneven eftir Peder Hjort sem kom fyrst út 1838 og var samin eftir þýskri fyrir- mynd, Der deutsche Kinderfreund eftir F. P. Wilmsen. Hjort brá þó frá fyrirmyndinni til að gera bókina skemmtilegri aflestrar fyrir börn og laga hana að dönskum aðstæðum. Þetta þýddi m.a. að birtar voru danskar frásagnir sem höfðuðu til barna, þ. á m. molbúasögur. Bók Hjorts mun hafa hlotið meiri útbreiðslu í dönskum skól- um en nokkur önnur lestrarbók á 19. öld. Bókmenntaefni í lestrarbók Hjorts var þó víkjandi hjá faglegu efni um danskt samfélag, sögu og landafræði (Sletvold 1971:55-56; Steinfeld 1986:156,161).8 í lestrarbókum er komu út um miðbik 19. aldar fóru hlutföllin að snúast við að þessu leyti fyrir áhrif rómantísku stefnunnar (Slet- vold 1971:90-93). I Noregi voru sett lög um almenna barnafræðslu (í föstum skólum) árið 1860, nokkuð hliðstæð þeim sem samþykkt voru á Islandi 1907. Með lögunum var m.a. ákveðið að svið skyldubundinnar þekkingar skyldi víkkað stórlega, miðað við hina kristilegu fræðsluhefð. Farið skyldi yfir valda kafla í lestrarbók, einkum varðandi jarðlýsingu, náttúrufræði og sögu, og áhersla lögð á almenna borgaralega fræðslu í anda upplýsingarinnar (Steinfeld 1986:154-156). Fyrstu lestrarbækurnar sem samdar voru handa norskum skólabörnum sóru sig í ætt við „barnavini" upplýsingaraldar (Sletvold 1971:56-62); en líkt og í Dan- mörku var í vaxandi mæli tekið tillit til þeirrar kröfu að lestrarbókin miðlaði þjóð- legu efni og gildum. Þetta sést t.d. á hinni norsku útgáfu af „Barnavini" Peders Hjorts sem bróðir hans, Smith Hjort, sá um og lagaði að norskum aðstæðum.9 Steinfeld (1986:162) kallar lestrarbókina eftir Smith Hjort „fyrsta ritið handa al- þýðu- og borgaraskólum sem eignar bæði alþýðlegum bókmenntum og hinum nýju dönsku og norsku barnabókmenntum nokkurt rými." Svipað má segja, hvað inntak áhrærir, um lestrarbók P. A. Jensens, Lesebok for Folkeskolen og Folkehjemmet (1863), sem náði geysimikilli útbreiðslu á næstu áratugum. Bókin vakti harðar deilur milli áhangenda gömlu kristindómsfræðsluhefðarinnar og frjálslyndra skólamanna (Steinfeld 1986:167-176). En það var fyrst eftir 1880 að samdar voru lestrarbækur handa norskum barnaskólum sem sögðu algerlega skilið við alfræðihefðina þar sem uppbyggilegt kristilegt efni hafði átt fastan sess (Sletvold 1971:120-131). 8 Hér á landi eignaðist bók Hjorts um síðir skilgetið afkvæmi, svo sem fram kemur hér á eftir. 9 Norsk Læsebog for Borti 7-15 Aar, 1. og 2. b. Christiania 1843 og 1847. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.