Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 157
STEFÁN BERGMANN
hjúkrunarfræðingar. Umsjón með henni höfðu Þorvaldur Örn Árnason námstjóri
og Sóley Bender.
Tilraunakennslan leiddi í ljós atriði sem betur máttu fara í þýðingu og aðlögun
efnisins og vísbendingar um hindranir sem verða í vegi kennara og skóla sem taka
efnið upp. Viðbrögð kennaranema í KHÍ, sem kynnst hafa efninu, gefa einnig
vísbendingar um slík atriði. Þeirra helstu verður getið hér á eftir (Þorvaldur Örn
Árnason 1990; Stefán Bergmann 1990):
Foreldrasamstarf er nauðsynlegt eigi markmið námsins að nást. Best reynist að
boða foreldrafundi með bréfi sem síðan er fylgt eftir með símtali. Flestir foreldrar
reynast samstarfsfúsir en þeir þurfa tíma til að kynnast viðfangsefninu og átta sig á
því. Neikvæð viðbrögð eru til en eru fátíð.
Samstarf kennara og skólahjúkrunarfræðings við kennsluna er æskilegt.
Starfssvið beggja skarast í þessu verkefni, grunnur er lagður að samræmdum
störfum þeirra og möguleikar skapast fyrir verkaskiptingu við kennsluna.
Hindranir geta verið í veginum, er varða skipulagningu og starfstíma, og getur því
þurft aðstoð skólastjórnenda og heilbrigðisyfirvalda til að leysa þar úr.
Samstarf kennara við umsjónarkennara og skólastjórnendur er jafnan
mikilvægt.
Námsefnið hentar best í 9. bekk en gengur vel bæði í 8. og 10. bekk.
Algengt er að erlendur uppruni efnisins, einkum þess hluta sem er á
myndbandi, erti bæði kennara og nemendur við fyrstu kynni. Hinn erlendi uppruni
kemur einkum fram í viðhorfum varðandi jafnrétti kynja, í venjum er skapast hafa
varðandi samskipti pilta og stúlkna, og í klæðaburði og útliti unglinganna á
myndbandinu. Þessu má mæta með umræðum um ólíkar hefðir og menningu og
leiða athygli að viðhorfum og venjum sem ríkja í íslensku samfélagi.
Kennarabókin reynist mjög gagnleg og er traust haldreipi fyrir kennarann.
Tímaáætlanir hennar henta þó ekki hér á landi en þær gefa gagnlegar vísbendingar.
Líklegt er að kennari vilji stytta umfjöllun um suma þættina en bæta öðru efni við.
Reikna má með að kennari þurfi lengri tíma í byrjun en síðar verður. Að mati
höfunda þarf um 20 kennslustundir ef nota á alla kafla námsefnisins. I tilrauna-
kennslunni töldu margir kennaraniTa sig þurfa lengri tíma. Nemendur sem nota
fíknivarnarefnið Að ná tökwn á tilverunni þurfa skemmri tíma til að venjast vinnu-
brögðunum þar sem þau eru svipaðs eðlis og þar.
Umfjöllun um alnæmi þykir of lítil og við hana þarf að auka í kennslunni.
Kynfræðsla byggir á góðu samstarfi kennara og nemenda og góðum starfsanda.
Vel gekk að setja reglur um vinnuna í bekkjunum og samskiptin í skólastofunni eins
og ráð er fyrir gert.
Námsefnið var eiixnig notað í sérdeildum með góðum árangri.
KYNNING OG DREIFING
Námsefnið Lífsgildi og ákvarðanirvar gefið út haustið 1991 eftir að hafa tafist í nær ár
vegna niðurskurðar. Kennslumiðstöð Námsgagnastofnunar kynnti námsefnið í
155