Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 160
KYNFRÆÐSIA
því marki sem höfundar ætla þeim að gera og líklegt er að gera megi foreldrabók
betur úr garði (Björk Pálmadóttir og Elísabet Pétursdóttir 1993).
Ætla má að skólar okkar eigi á brattann að sækja þar sem er samstarf við for-
eldra nemenda á unglingastigi. Mikilvægt er að skólafólk leggi sig fram í þessu
atriði og þrói tök sín á því. M.a. af þessum sökum er samstarf innan skólanna mikil-
vægt, þ.e.a.s. samstarf kennara, hjúkrunarfræðinga og stjórnenda skólanna. Sam-
starf kennara og hjúkrunarfræðinga gefur áhugaverða möguleika í kennslunni og
eflir þessa aðila í starfi. (Aðalnámskrá 1989:175). Reynslan sýnir að árekstrar geta
komið upp varðandi skipulag vinnu og greiðslur og reynir þá á stjórnendur í skóla-
og heilbrigðiskerfi að leysa slík mál.
Kynfræðsuefnið Lífsgildi og ákvarðanirhefur farið frekar hljótt í samfélaginu eftir
að það kom út. Þó er ljóst að margir hafa sýnt því áhuga og jákvæð viðbrögð. Kynn-
ingar og umræða á vegum kennara- og foreldrasamtaka eða annarra í samfélaginu
skiptir miklu máli. Umræða um kynfræðslu í samfélaginu getur einnig gert það og
áhugi margra stuðningsaðila.
Starf samstarfsnefndar ráðuneyta heilbrigðis- og menntamála getur áfram haft
mikla þýðingu. Eðlilegt er, að mati höfundar, að hún fylgist með framgangi úrbóta-
verkefnisins og gangist fyrir endurbótum á því. Þannig þyrfti, t.d. eftir fjögurra
vetra reynslu, að kanna framgang verkefnisins, meta reynslu og ákveða framhaldið
og hvers konar úrbætur þyrfti þá að gera.
Afdrif námsgagna eru með ýmsu móti. Alkunna er að oft dregur úr áhuga fyrir
þeim með tímanum og endurnýjunar er þörf. Kennsluefni á myndböndum er oft
viðkvæmt fyrir breytingum á tíðaranda og tísku, sem getur dregið úr áhrifum þess.
Því er mikilvægt að endurmeta efnið og gera á því úrbætur.
Endurmenntunardeild KHÍ og kennslumiðstöð KHÍ hafa mikilvægu hlutverki
að gegna við endurmenntun og útbreiðslu námsefnisins, sem skipuleggja þarf.
Telja verður að eftirtaldir þættir muni hafa mikla þýðingu fyrir afdrif kyn-
fræðsluefnisins í framtíðinni, frumkvæði foreldra- og kennarasamtaka og fleiri
áhugaaðila til að efla umræður og vekja athygli á kynfræðslu sem þætti í skólastarfi
og til að efla kynningu á hinu nýja efni; reglubundið námskeiðahald fyrir kennara
sem ætla að taka námsefnið til kennslu; athuganir á framgangi úrbótaverkefnisins í
kynfræðslu og reynslu íslenskra skóla af því og nauðsynlegar úrbætur á námsefn-
inu innan 4-5 ára; einnig skipuleg útgáfa stuðningsefnis við kynfræðslu.
Jafnframt er þörf á að athuga tengsl kynfræðslu í yngri aldurshópum og í fram-
haldsskólum við þá sem hér hefur verið fjallað um og stöðu kynfræðslunnar í mark-
vissri heilbrigðisfræðslu í skólum sem líklega mætti kalla heilbrigðisuppeldi.
158