Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 160

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 160
KYNFRÆÐSIA því marki sem höfundar ætla þeim að gera og líklegt er að gera megi foreldrabók betur úr garði (Björk Pálmadóttir og Elísabet Pétursdóttir 1993). Ætla má að skólar okkar eigi á brattann að sækja þar sem er samstarf við for- eldra nemenda á unglingastigi. Mikilvægt er að skólafólk leggi sig fram í þessu atriði og þrói tök sín á því. M.a. af þessum sökum er samstarf innan skólanna mikil- vægt, þ.e.a.s. samstarf kennara, hjúkrunarfræðinga og stjórnenda skólanna. Sam- starf kennara og hjúkrunarfræðinga gefur áhugaverða möguleika í kennslunni og eflir þessa aðila í starfi. (Aðalnámskrá 1989:175). Reynslan sýnir að árekstrar geta komið upp varðandi skipulag vinnu og greiðslur og reynir þá á stjórnendur í skóla- og heilbrigðiskerfi að leysa slík mál. Kynfræðsuefnið Lífsgildi og ákvarðanirhefur farið frekar hljótt í samfélaginu eftir að það kom út. Þó er ljóst að margir hafa sýnt því áhuga og jákvæð viðbrögð. Kynn- ingar og umræða á vegum kennara- og foreldrasamtaka eða annarra í samfélaginu skiptir miklu máli. Umræða um kynfræðslu í samfélaginu getur einnig gert það og áhugi margra stuðningsaðila. Starf samstarfsnefndar ráðuneyta heilbrigðis- og menntamála getur áfram haft mikla þýðingu. Eðlilegt er, að mati höfundar, að hún fylgist með framgangi úrbóta- verkefnisins og gangist fyrir endurbótum á því. Þannig þyrfti, t.d. eftir fjögurra vetra reynslu, að kanna framgang verkefnisins, meta reynslu og ákveða framhaldið og hvers konar úrbætur þyrfti þá að gera. Afdrif námsgagna eru með ýmsu móti. Alkunna er að oft dregur úr áhuga fyrir þeim með tímanum og endurnýjunar er þörf. Kennsluefni á myndböndum er oft viðkvæmt fyrir breytingum á tíðaranda og tísku, sem getur dregið úr áhrifum þess. Því er mikilvægt að endurmeta efnið og gera á því úrbætur. Endurmenntunardeild KHÍ og kennslumiðstöð KHÍ hafa mikilvægu hlutverki að gegna við endurmenntun og útbreiðslu námsefnisins, sem skipuleggja þarf. Telja verður að eftirtaldir þættir muni hafa mikla þýðingu fyrir afdrif kyn- fræðsluefnisins í framtíðinni, frumkvæði foreldra- og kennarasamtaka og fleiri áhugaaðila til að efla umræður og vekja athygli á kynfræðslu sem þætti í skólastarfi og til að efla kynningu á hinu nýja efni; reglubundið námskeiðahald fyrir kennara sem ætla að taka námsefnið til kennslu; athuganir á framgangi úrbótaverkefnisins í kynfræðslu og reynslu íslenskra skóla af því og nauðsynlegar úrbætur á námsefn- inu innan 4-5 ára; einnig skipuleg útgáfa stuðningsefnis við kynfræðslu. Jafnframt er þörf á að athuga tengsl kynfræðslu í yngri aldurshópum og í fram- haldsskólum við þá sem hér hefur verið fjallað um og stöðu kynfræðslunnar í mark- vissri heilbrigðisfræðslu í skólum sem líklega mætti kalla heilbrigðisuppeldi. 158
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.