Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 65

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 65
GERÐUR G . ÓSKARSDÓTTIR undirstöðunámsefni grunnskóla og hér er því í raun ekki um framhaldsnám að ræða. Ætla má að núll-áfangar framhaldsskólanna taki mið af nemendum með nokkru betri undirstöðu úr grunnskóla en þessi hópur hefur. Þessir nemendur meta að öllum líkindum aðstæður sínar þannig að viðbótarskólaganga kosti þá aðeins aukna og ef til vill óyfirstíganlega erfiðleika og launatap. Jafnframt getur verið að þeir sjái ekki fram á að lengri skólavera skili þeim hærri launum eða betri störfum. Munur á meðaleinkunnum á milli annarra hópa var ekki marktækur. Þess vegna eru hópar tvö, þrjú og fjögur sambærilegir hvað varðar útkomu á samræmd- um grunnskólaprófum þótt munur á meðaleinkunnum þeirra sýnist nokkur við fyrstu sýn (einkum á milli hópa tvö og þrjú). Þetta eru þeir nemendur sem hættu í framhaldsskóla eftir tvö ár eða fyrr, þeir sem voru enn í framhaldsskóla sex árum eftir brautskráningu úr grunnskóla eða voru komnir aftur í skóla eftir hlé, og þeir sem luku námi af styttri brautum. Þessir hópar hafa svipaðan bakgrunn úr grunn- skóla. Sumir velja sér stutta braut og útskrifast (setja sér markmið sem þeir ráða við); aðrir hætta í miðjum klíðum; og enn aðrir sitja áfram í skóla, trúlega ákveðnir í að ljúka námi þótt það taki þá langan tíma. Ljóst er að þessir nemendur hafa áhuga á frekara námi eftir grunnskóla, hvort sem það er námsins vegna, til að fylgja félög- um sínum eða af öðrum ástæðum. Þrátt fyrir lága grunnskólaeinkunn (meðalein- kunn undir 5,0) gera þeir að öllum líkindum ráð fyrir að geta ráðið við eitthvert nám á framhaldskólastigi. Sumir gerðu það og luku styttri brautum eða afmörkuðum hlutum lengri brauta. Aðrir hófu nám sem þeir réðu ekki við eða höfðaði ekki til þeirra og þeir heltust úr lestinni. Yfirgnæfandi meirihluti nemenda virðist stefna að stúdentsprófi þegar þeir skrá sig í framhaldsskóla. Ein skýring þar á getur verið að nemendur vita að erfitt er að komast á samning í iðnnámi eða að þeim finnist iðn- brautir og aðrar starfsbrautir ekki fýsilegar eða vita hreinlega ekki af þeirn. Sömu- leiðs getur nám á öðrum brautum en bóknámsbrautum krafist flutnings úr heima- byggð og má vera að nemendur séu ekki tilbúnir á svo ungum aldri að fara að heim- an. Þess vegna er bóknámið eina námsleiðin sem þessum nemendum finnst koma til greina. Vel getur verið að námslok af stuttum bóknámsbrautum séu ekki raunveru- leg námslok í augum nemenda. Ekki er um sérstakt prófheiti að ræða og sjaldan er greint frá slíkum námslokum, t.d. í fjölmiðlum. Þegar námið fer að vaxa nemendum yfir höfuð og möguleikar minnka á að ljúka því námi sem stefnt var að, fara nem- endur að vega og meta þá kosti sem eru fyrir hendi. Með því að sitja lengur í skóla verða þeir af launum og þátttöku í atvinnu- og fjölskyldulífi sem fullorðnir einstakl- ingar. Þeir ákveða að taka þann kost að hætta í skólanum eftir eina, tvær eða fleiri annir, allt eftir aðstæðum. Ovíst er hvað þessir nemendur hefðu gert ef fjölbreyttari námstilboð með viðhafnarmiklum námslokum hefðu verið fyrir hendi. Einkunnir þeirra sem bjuggu úti á landi voru að meðaltali hærri en hinna. Athyglisvert er að nemendur hætta þar í skóla með hærri einkunnir á samræmdum prófum en nemendur á höfuðborgarsvæðinu. Brottfallsmörkin eru því ofar á ein- kunnastiganum hjá nemendum á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Ein ástæða þess getur verið búseta fjarri framhaldsskóla. Nemendur með lélegan undir- búning taka sig síður upp frá heimabyggð til að reyna fyrir sér í skóla en ef þeir 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.