Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 106

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 106
MÓÐURMÁLSKENNSLA Í VILLINGAHOLTSSKÓLA starf nemenda var nánast ekkert, lítið reyndi á hugmyndaflug þeirra og það sem verra var: þeir fengu naumast nokkurt tækifæri til að nota tungumálið! Þrátt fyrir efasemdir mínar kom ég ekki auga á aðrar leiðir. Ég óttaðist reyndar hálft í hvoru að breytingar á móðurmálskennslunni gætu þróast út í skemmdarverk á okkar ástkæra, ylhýra máli. Það var svo á haustþingi 1989 að ég fór á fræðslufund hjá kennurum í Olduselsskóla. Þar kynntu þeir þróunarverkefni í móðurmáls- kennslu sem þeir höfðu staðið fyrir. Á þeim fundi sannfærðist ég um að það er hægt að fara aðrar leiðir í móðurmálskennslu en ég hafði farið fram að þessu. Nokkru síðar sama haust var málræktarvika í skólanum. Ég og samkennari minn ákváðum að breyta að ráði áherslum í kennslu móðurmálsins. Þá viku tókum við upp daglega ritun og lögðum meiri áherslu á lestur en áður hafði verið gert. Okkur þótti þetta gefast svo vel að við héldum áfram með þetta starf. Ég varð mér úti um nýjar bækur um móðurmálskennslu í Noregi, Bandaríkjun- um og Bretlandi. Þar sá ég að móðurmálskennslan er víðar í athugun en á íslandi. Rauði þráðurinn er aukin áhersla á að nemendur noti málið á virkan hátt. Þeir læra það best með því að lesa mikið, skrifa mikið, tala og hlusta. Þær aðferðir sem þarna voru kynntar virtist mér auðvelt að nota í aldursblönduðum hópum. í þessum bók- um fann ég sem sagt ýmislegt nothæft. Snjóboltinn var farinn af stað og hann hefur rúllað síðan og stækkað og stækkað. Snjórinn hefur að vísu verið misgóður og stundum hefur hann ekki viljað tolla við boltann. Við höfum reynt ýmsar aðferðir og hugmyndir, sumt hefur gefist vel en annað ekki. KENNSLUTILHÖGUN I viðmiðunarstundaskrá er að jafnaði gert ráð fyrir rösklega einni kennslustund á dag í móðurmáli. Það fannst okkur of lítill tími. Við höfum því tekið þær kennslu- stundir sem kallaðar eru ráðstöfunarstundir og bætt þeim við. Einnig höfum við gert tilraunir með að kenna samfélagsfræði í lotum, þrjár til fjórar kennslustundir á dag í nokkra daga. Það hefur þótt gefast ákaflega vel. Þá daga eru engir móðurmáls- tímar en aðra daga fáum við meira svigrúm fyrir móðurmálskennsluna. Fyrstu tvær kennslustundir hvers dags eru helgaðar móðurmáli. Nemendur 7. bekkjar fá þó tveimur tímum minna á viku en aðrir því á stundaskrá hans eru komin tvö erlend tungumál. Að jafnaði skiptast þessar tvær kennslustundir í þrennt. Fyrstu 15-30 mínúturnar er fengist við mismunandi verkefni. Stundum eru umræð- ur, t.d. um atburði líðandi stundar, stundum les kennari stutta sögu fyrir nemendur og leggur fyrir þá lesskilningsverkefni, stundum segir kennari eða einhver nem- enda sögu, orð dagsins er tekið fyrir,1 rætt um orðtök og málshætti eða farið í ein- stök málfræðiatriði. Næstu 25-35 mínúturnar er ritun og að lokum er frjáls lestur í 15 mínútur. Á þessum tíma þarf kennari líka að láta þá nemendur lesa fyrir sig sem þess þurfa. Það sem tekið er fyrir í hverri kennslustund á að styðja hvað annað. Saga sem 1 Sbr. grein Baldurs Sigurðssonar, Á að kenna málfræði í skólum eða iöka hana? í Nýjum menntamdlum 3. tbl. 1992, bls. 35-36. 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.