Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 20

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 20
FRÁ KRISTINSDÓMSLESTRI TIL MÓÐURMÁLS er haldast meðan lífið endist og á sínum tíma hvetja og knýja til dáða." Lesbókin eigi að segja frá mikilmennum, hinum sönnu brautryðjendum hverrar þjóðar; hún eigi að beina athyglinni að náttúrunni með „góðum lýsingum og myndum af nátt- úru landsins, dýralífi þess og gróðri, og bera jafnframt boð frá umheiminum" (s. 58). Enn frekar eigi lesbókin að opna augun fyrir lifnaðarháttum og kjörum þjóðarinnar. Til þess séu m.a. ævintýrin einkar vel fallin, þau geymi varanleg sannindi um mannlífið og séu „runnin úr hjarta þjóðarinnar ...". Og fyrst og síðast eigi lesbókin að „færa börnum og unglingum þjóðarinnar í skaut það sem vér eigum bezt í ís- lenzkum bókmentum, í sögum og óði." Vísast sé fátt vandasamara en búa til bók í þessum anda en hana „verðum vér að fá svo fljótt sem unt er; að henni verða mestu andans menn þjóðarinnar að vinna" (s. 60). Hér var ekki látið sitja við orðin tóm. Árin 1907, 1908 og 1910 kom út í þremur bindum Lesbók handa börnum og unglingum, tekin saman af Guðmundi Finnboga- syni, Jóhannesi Sigfússyni og Þórhalli Bjarnarsyni að tilhlutan landstjórnarinnar. Hvert bindi er tíu arkir (160 bls.) í áttblaðabroti, með smærra letri en nú þætti henta ungum skólabörnum. Þótt talsvert sé í hverju bindi af þýddu efni, af eldri eða nýrri toga, er þó innlent efni yfirgnæfandi, ólíkt því sem getur að líta í Samtíningi Jó- hannesar Sigfússonar. Nokkrar myndir eftir Ásgrím Jónsson prýða fyrsta bindið. I formála að 1. bindi Lesbókar gera höfundar stuttlega grein fyrir verkinu. Þeir hafi valið hið nýtilegasta úr „nýrri bókmentum vorum" og tekið það eitt sem þeir hafi talið börnunum ljúft að lesa og vel fallið til lestraræfinga; meira verði um sögur og kvæði í fyrsta bindi en hinum síðari. I reynd gætir slíkrar aldursbundinnar stig- skiptingar minna í efnisvali en búast hefði mátt við. Þó er áberandi meira af þjóð- sögum og ævintýrum í fyrri bindunum en í hinu síðasta; um leið flytur síðasta bindið mun meira af lýsandi efni um ástand lands og þjóðar í fortíð og samtíð. Hvert bindi geymir mörg kvæði; í hinu fyrsta tengjast þau flest kunnuglegum dýr- um, í þeim tveimur síðari eru langflest ættjarðaróður eftir skáld 19. aldar. Efni Lesbókar verður hér ekki greint í einstökum atriðum. Tekið skal fram að þrátt fyrir ákvæði í móðurmálsgrein laganna 1907 og óskalista Guðmundar Finn- bogasonar geymir Lesbók sáralítið efni um merkismenn þjóðarinnar. En með þessari undantekningu má fullyrða að í heild speglar efni þeirra mæta vel þá stefnu sem Guðmundur Finnbogason markaði í Lýðmentun, þ.e. eindregna uppeldislega þjóð- ernishyggju í nýrómantískum anda. Hér er dregið fram hvaðeina sem varpar ljóma á náttúru landsins og sögu þjóðarinnar; dekkri hliðar á náttúru og sögu eru aðeins sýndar sem víti til varnaðar ellegar til þess að brýna til dáða. Hið sama er að segja um efnið sem fjallar um atvinnu- og lífshætti landsmanna: það speglar einhliða hugmyndina um hið sæla sveitalíf í faðmi landsins. Að þessu leyti er hugmynda- fræðin, sem býr að baki Lesbókar, mjög samhljóða þeirri sem lesin verður út úr Skóla- Ijóðum Þórhalls Bjarnarsonar (Eysteinn Þorvaldsson 1988:26-36), en hann var ein- mitt einn þremenninganna sem sáu um útgáfu Lesbókar.'3 Verður ekki annað séð en 13 í sama anda kom út um svipað leyti (1905-1910) ritröðin Bamabók Unga íslands, alls sex hefti, 2-4 arkir hvert. Tvö fyrstu heftin fluttu samtíning af frásögnum og ljóðum en 3., 4. og 6. hefti voru helguð eftirtöldum efnum: ættjarðarljóðum með nótum, úrvali ljóða eftir Jónas Hallgrímsson og Steingrím Thorsteinsson. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.