Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 20
FRÁ KRISTINSDÓMSLESTRI TIL MÓÐURMÁLS
er haldast meðan lífið endist og á sínum tíma hvetja og knýja til dáða." Lesbókin
eigi að segja frá mikilmennum, hinum sönnu brautryðjendum hverrar þjóðar; hún
eigi að beina athyglinni að náttúrunni með „góðum lýsingum og myndum af nátt-
úru landsins, dýralífi þess og gróðri, og bera jafnframt boð frá umheiminum" (s. 58).
Enn frekar eigi lesbókin að opna augun fyrir lifnaðarháttum og kjörum þjóðarinnar.
Til þess séu m.a. ævintýrin einkar vel fallin, þau geymi varanleg sannindi um
mannlífið og séu „runnin úr hjarta þjóðarinnar ...". Og fyrst og síðast eigi lesbókin
að „færa börnum og unglingum þjóðarinnar í skaut það sem vér eigum bezt í ís-
lenzkum bókmentum, í sögum og óði." Vísast sé fátt vandasamara en búa til bók í
þessum anda en hana „verðum vér að fá svo fljótt sem unt er; að henni verða mestu
andans menn þjóðarinnar að vinna" (s. 60).
Hér var ekki látið sitja við orðin tóm. Árin 1907, 1908 og 1910 kom út í þremur
bindum Lesbók handa börnum og unglingum, tekin saman af Guðmundi Finnboga-
syni, Jóhannesi Sigfússyni og Þórhalli Bjarnarsyni að tilhlutan landstjórnarinnar.
Hvert bindi er tíu arkir (160 bls.) í áttblaðabroti, með smærra letri en nú þætti henta
ungum skólabörnum. Þótt talsvert sé í hverju bindi af þýddu efni, af eldri eða nýrri
toga, er þó innlent efni yfirgnæfandi, ólíkt því sem getur að líta í Samtíningi Jó-
hannesar Sigfússonar. Nokkrar myndir eftir Ásgrím Jónsson prýða fyrsta bindið.
I formála að 1. bindi Lesbókar gera höfundar stuttlega grein fyrir verkinu. Þeir
hafi valið hið nýtilegasta úr „nýrri bókmentum vorum" og tekið það eitt sem þeir
hafi talið börnunum ljúft að lesa og vel fallið til lestraræfinga; meira verði um sögur
og kvæði í fyrsta bindi en hinum síðari. I reynd gætir slíkrar aldursbundinnar stig-
skiptingar minna í efnisvali en búast hefði mátt við. Þó er áberandi meira af þjóð-
sögum og ævintýrum í fyrri bindunum en í hinu síðasta; um leið flytur síðasta
bindið mun meira af lýsandi efni um ástand lands og þjóðar í fortíð og samtíð.
Hvert bindi geymir mörg kvæði; í hinu fyrsta tengjast þau flest kunnuglegum dýr-
um, í þeim tveimur síðari eru langflest ættjarðaróður eftir skáld 19. aldar.
Efni Lesbókar verður hér ekki greint í einstökum atriðum. Tekið skal fram að
þrátt fyrir ákvæði í móðurmálsgrein laganna 1907 og óskalista Guðmundar Finn-
bogasonar geymir Lesbók sáralítið efni um merkismenn þjóðarinnar. En með þessari
undantekningu má fullyrða að í heild speglar efni þeirra mæta vel þá stefnu sem
Guðmundur Finnbogason markaði í Lýðmentun, þ.e. eindregna uppeldislega þjóð-
ernishyggju í nýrómantískum anda. Hér er dregið fram hvaðeina sem varpar ljóma
á náttúru landsins og sögu þjóðarinnar; dekkri hliðar á náttúru og sögu eru aðeins
sýndar sem víti til varnaðar ellegar til þess að brýna til dáða. Hið sama er að segja
um efnið sem fjallar um atvinnu- og lífshætti landsmanna: það speglar einhliða
hugmyndina um hið sæla sveitalíf í faðmi landsins. Að þessu leyti er hugmynda-
fræðin, sem býr að baki Lesbókar, mjög samhljóða þeirri sem lesin verður út úr Skóla-
Ijóðum Þórhalls Bjarnarsonar (Eysteinn Þorvaldsson 1988:26-36), en hann var ein-
mitt einn þremenninganna sem sáu um útgáfu Lesbókar.'3 Verður ekki annað séð en
13 í sama anda kom út um svipað leyti (1905-1910) ritröðin Bamabók Unga íslands, alls sex hefti, 2-4 arkir hvert.
Tvö fyrstu heftin fluttu samtíning af frásögnum og ljóðum en 3., 4. og 6. hefti voru helguð eftirtöldum efnum:
ættjarðarljóðum með nótum, úrvali ljóða eftir Jónas Hallgrímsson og Steingrím Thorsteinsson.
18