Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 114

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 114
MÓÐURMÁLSKENNSLA í VILLINGAHOLTSSKÓLA Lipman og Draumur eða veruleiki eftir Sigurð Björnsson. Heimspekin fellur mjög vel að móðurmálskennslunni. Hún byggir mikið á samræðum og vangaveltum um tungumálið og hugsunina. Að segja sögu Kennarinn og nemendur segja oft sögur í tengslum við námsefnið en stundum bara sjálfum sér og öðrum til gamans. Það er ótrúlegt hve munnleg frásögn fangar áheyr- endur miklu meira en upplestur. Jafnvel þó að verið sé að segja sögu sem allir kunna. Það eru ekki bara yngstu nemendurnir sem hlusta á slíkar sögur. Eldri nem- endur hafa líka mjög gaman af þeim. Sá sem ætlar að segja sögu verður að æfa sig heima áður. Það kom mér mjög á óvart hversu mikinn áhuga nemendur á miðstigi höfðu á að segja sögur. Allir hinir hlustuðu með athygli, jafnvel á sögur sem þeir höfðu heyrt áður eins og Geiturnar þrjdr og Rauðhettu. HVER ER SVO REYNSLAN? Það er óhætt að segja að breytingarnar hafi haft góð áhrif á skólastarfið. Undantekn- ingarlaust sýna nemendur miklu meiri áhuga á móðurmálinu en áður var og kennslustundirnar eru ekki bara skemmtilegri heldur ríkir þar sönn vinnugleði. í byrjun þessa starfs var nemandi í 6. bekk sem átti erfitt með að læra stafsetningu og málfræði. Honum leiddist ákaflega mikið í móðurmálstímum og lét illa. Þegar við skiptum yfir í nýjar aðferðir kom í ljós að hann var býsna hugmyndaríkur og sögur hans vöktu óskipta athygli annarra nemenda. Hann varð mjög áhugasamur en fann að léleg stafsetningarkunnátta og stirð skrift heftu hann í rituninni. Hann tók því sérstaklega á þessum þáttum og var í lok 7. bekkjar búinn að ná góðum tökum á þeim en hafði auk þess hlotið mikla þjálfun í að koma hugmyndum sínum á blað. Það er einmitt stór kostur við þessar kennsluaðferðir að þær koma til móts við þann þroska- og aldursmun sem er á nemendum í blönduðum bekkjum eða samkennslu- hópum. Hver og einn er að fást við verkefni sem hæfir hans getu. Kennararnir eru ánægðir með að hafa stigið þetta skref. Þeir eiga léttara með að koma til móts við hvern nemanda og þessi kennsluaðferð er einfaldari í sam- kennslu. Þá telja þeir hana árangursríkari en þær sem notaðar voru áður. En þetta var erfitt því hér á landi er löng hefð fyrir því hvernig á að kenna móðurmálið og það er ekki auðvelt að gefa slíkri hefð langt nef. Þá á ég ekki við að kennarar eða aðrir hafi fundið að við okkur. Síður en svo, margir hafa sýnt starfi okkar mikinn áhuga. Nei, ég á við okkur sjálf. Hefðin hefur markað spor í sálir okkar og hún situr í okkur. Það er býsna ríkjandi viðhorf að það að læra sé að leysa skrifleg verkefni. Þess vegna er erfitt fyrir okkur kennarana að horfa upp á nemendur sitja og lesa eða hugsa. Það getur tekið tíma að venja sig á að það er ekki síður hægt að læra með þeim hætti. Námsbækur gegna miklu minna hlutverki en áður. Þó eru þær notaðar til heimanáms. Þetta hefur ótvíræða kosti í för með sér. Kennslubækur hafa ráðið alltof miklu um nám og kennslu og það hefur nánast gleymst að það er hægt að kenna 112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.