Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 71
ÞORLÁKUR KARLSSON
GUÐRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR
ÞÓRÓLFUR ÞÓRLINDSSON
SKRÓP NEMENDA
f FRAMHALDSSKÓLUM OG TENGSL ÞESS
VIÐAÐRAÞÆTTI í SKÓLA,
LÍFSSTÍL OG ANDLEGA LÍÐAN
Skróp nemenda í framhaldsskólum er vandamál sem vakið hefur vaxandi athygli. 1 erlend-
um rannsóknum kernur íljós að skróp tengist ýmsum neikvæðum páttum hjá nemendum og
h'fsstí! þeirra, en fáar rannsóknir hafa verið gerðar á skrópi nemenda hér á landi. Rann-
sóknin setn hér er kynnt byggist á skráðum fjarvistum allra nemenda (906) fjölmenns fram-
haldsskóla á höfuðborgarsvæðinu og spurningakönnun sem lögð var fyrir 75% nemenda
(668) tveggja fámennari framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Sterk neikvæð fylgni
reyndist milli skróps nemenda og námsárangurs peirra. Einnig kom i'ljós að skróp nemenda
tengdist pví hve vel peir sögðust sinna námi, heimanámi, áfengisneyslu, reykingum, ball-
og kráarferðum og pvíhve oft peir neyttu morgunverðar. Auk pess tengdist skróp nemenda
andlegri vanlíðan peirra. Rætt er um að skróp nemenda sé flókið fyrirbæri par sem erfitt er
að henda reiðurá orsökum og afleiðingum. íframhaldsrannsóknum parfað athuga ástæður
fyrir skrópi og aðgreina par með mismunandi hópa nemenda sem skrópa."
Ekki fer á milli mála að litið er á skróp nemenda úr kennslustundum sem vandamál
í framhaldsskólum á íslandi vegna umfangs þess og áhrifa sem það hefur á nem-
endur og skólastarf. Þetta kom meðal annars fram í samtölum höfunda við nokkra
skólamenn á höfuðborgarsvæðinu, sem hafa umsjón með skrópi nemenda. Einn
viðmælandi benti þó á að margir kennarar teldu skróp meira en það væri í raun og
veru, því að fyrirhöfnin við þá fáu sem skrópuðu mest væri mikil og áberandi.* 1
Skróp raskar nokkuð skólastarfi og gengið er út frá því sem vísu að það skaði
námsárangur nemenda. Þess vegna fer mikill tími í flestum skólum á höfuðborgar-
svæðinu í að fylgjast með skrópi nemenda og reyna að draga úr því, en aðferðir sem
notaðar eru við það eru mismunandi. Skróp er sennilega margþætt fyrirbrigði og
Vísindaráð veitti Guðríði Sigurðardóttur styrk úr Vísindasjóði til undirbúnings og gagnasöfnunar í
Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og Menntaskólanum í Kópavogi. Höfundar þakka Þóroddi Bjarnasyni
fyrir ítarlegan yfirlestur og mikilvægar ábendingar, svo og ónefndum yfirlesurum á vegum ritstjórnar þessa
tímarits. Þá þakka höfundar Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og Menntaskólanum í Kópavogi fyrir leyfi til
gagnasöfnunar og Verzlunarskólanum fyrir aðgang að upplýsingum um fjarvistir og einkunnir nemenda
skólans. Könnun þessi var gerð á vegum Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála.
1 Þegar skólanemandi mætir ekki í kennslustund án þess að hafa gildar ástæður fyrir þeirri fjarvist er það kallað
skróp. Þegar nemandi mætir ekki í kennslustund, hvort sem hann hefur gildar ástæður eða ekki, kallast það
fjarvist. Skróp telst því til fjarvista.
Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 2. árg. 1993
69