Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 85
ÞORLÁKUR KARLSSON, GUÐRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, ÞÓRÓLFUR ÞÓRLINDSSON
ast með skrópi nemeiTda í minni skólum en stærri. Strangt til tekið nær alhæfingin
ekki út fyrir þá þrjá skóla sem hér er fjallað um. Þó má ætla að svipaðar niðurstöður
fengjust úr öðrum skólum höfuðborgarsvæðisins og jafnvel úr sumum skólum úti á
landi, þar sem Flensborgarskólinn og Menntaskólinn í Kópavogi teljast litlir skólar
á höfuðborgarsvæðinu, en stórir á landsbyggðarmælikvarða. Verzlunarskólinn er
aftur á móti með stærstu skólum landsins. Það skal bent á að niðurstöður fyrir
Flensborgarskólann og Menntaskólann í Kópavogi voru svipaðar sem eykur alhæf-
ingagildi niðurstaðna þessarar rannsóknar. Þá er það einn styrkleiki rannsóknar-
innar að upplýsingar fengust um næstum alla nemendur Verzlunarskólans og um
75% nemenda Flensborgarskólans og Menntaskólans í Kópavogi.
Þrátt fyrir sterk tengsl námsárangurs og skróps eru margir nemendur sem
skrópa án þess að það komi niður á námi þeirra og sumir góðir námsmenn skrópa.
Fylgnin er langt frá því að vera fullkomin og þess vegna verður aðeins sagt að þetta
samband skróps og námsárangurs gildi fyrir flesta. Margir tilviljanakenndir þættir
valda skrópi og ýmislegt óvænt kemur upp í lífi framhaldsskólanemenda sem þeir
sinna fremur en náminu. Margir nemendur sem eru í félagsstarfi í skólunum, svo
sem nemendastjórnum, ritnefndum, skemmtinefndum eða sinna bóka- og sæl-
gætissölu, skrópa vegna þessara starfa. Þessi hópur þarf alls ekki að eiga við nein
vandamál að etja í skólagöngu sinni umfram aðra nemendur, þrátt fyrir skróp í
rúmu meðallagi. Þá má benda á að misgóð kennsla hefur eflaust áhrif á skróp og í
einhverjum tilfellum skrópa nemendur vegna þess að þeir telja sig geta varið tíman-
um betur án þess að það komi niður á námsárangri þeirra.
í framhaldsrannsóknum á skrópi þyrfti að kanna ástæður fyrir skrópi nemenda
og aðgreina mismunandi hópa þeirra nemenda sem skrópa. Þannig mætti betur
einangra tengsl námsárangurs nemenda og skróps þeirra, svo og kanna þátt lífsstíls
þeirra í skrópi. Þá þarf og að rannsaka betur hvernig skróp nemenda tengist ýmsum
öðrum þáttum.
Heimildir
Bempechat, J. og H. P. Ginsburg. 1989. Underachievement and Educational Disadvan-
tage. The Home and School Experience of At-Risk-Youth. Washington DC, Office of
Educational Research and Improvement.
Brown, T. F. 1984. Improving school climate. The symtom vs. the problem. NASSP
Bulletin 68:3-7.
Bruhn, J. G. 1988. Life-style and health behavior. Health behavior. Emerging research
perspectives (ritstj. D. S. Gochman), bls 71-86. New York, Plenum Press.
Brynjólfur Brynjólfsson. 1983. Alkoholforbrug hos 14-árige unge i Reykjavík (Projekt
UIR). [Lokaritgerð við SálfræðistofnuiT Arósaháskóla.]
Cohen, S., T. Kamarck og R. Mermelstein. 1983. A global measure of perceived
stress. Journal ofHealth and Social Behavior 24:385-396.
83