Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 31
SIGRÚN AÐALBJARN ARDÓTTIR, KRISTJANA BLÖNDAL
sem nemendur hafa af eigin námsgetu, vegna vísbendinga um mikilvægi jákvæðrar
sjálfsmyndar af námsgetu fyrir námsárangur (sjá Burns 1982, Felker 1974). Listinn
var lagður fyrir nemendur í hverjum bekk í einu (hópfyrirlögn).
Kvíði: Kvíðakvarðinn er 40 atriði og eru börnin beðin um að meta kvíða sinn við
mismunandi aðstæður. Dæmi um atriði eru eftirfarandi: Þegar ég er ekki heima er
ég hrædd(ur) um að eitthvað geti komið fyrir heirna. Ég er hrædd(ur) við þrumur
og eldingar. Ég held ég kvíði meira fyrir en aðrir krakkar. Ég hef aldrei orðið hrædd-
ur við neinn. Börnin gátu valið á milli fjögurra svarkosta, þ.e. alveg rétt, næstum
rétt, næstum rangt og alveg rangt.
I úrvinnslu var kvarðanum snúið þannig að hærri skor táknaði minni kvíða.
Kvarðinn var lagður fyrir börnin í tvígang með sjö mánaða millibili. Stöðuleiki
kvarðans var r=0,77, p<0,0001 (N=96).
Sjálfsmytid af námsgetu: Spurt var um námshæfni nemenda. Nemendur gátu
valið á milli fjögurra kosta: Ég er ekki dugleg(ur) að læra. Ég er ekki alveg eins
dugleg(ur) að læra og flestir aðrir. Ég er betri að læra en margir aðrir. Ég er mjög
dugleg(ur) og með þeim betri. Hærri skor þýddi jákvæðara mat á eigin hæfni í
námi. Sama spurning var lögð fyrir börnin sjö mánuðum síðar og var fylgni á milli
þessara tveggja mælinga há eða r=0,87, p<0,0001 (N=48).
Rökhæfni
Myndrænt vitsmunapróf Ravens (1956) sem mælir rökhæfni (analogical reasoning)
var lagt fyrir nemendur til að meta vitsmunahæfni þeirra. Kvarðinn er 60 atriði.
Prófið var lagt fyrir einn bekk í einu.
Námsárangur
Til að kanna námsárangur var voreinkunnum nemenda frá skólaárinu áður safnað,
þ.e. fjórum mánuðum áður en gagnasöfnun rannsóknarinnar fór fram. Stuðst var
við einkunnir í bóklegum greinum, þ.e. móðurmáli, bókmenntum, lestri, stafsetn-
ingu, stærðfræði, líffræði, landafræði og sögu, og meðaleinkunn þeirra reiknuð.
Sama námsefni var notað í þessurn námsgreinum í skólunum fjórum og prófin voru
í hefðbundnu formi. Þótt sömu atriðin hafi ekki verið lögð fyrir börnin á vorprófinu
í skólunum fjórum má gera ráð fyrir að próf eins og í móðurmáli, stafsetningu og
stærðfræði hafi verið með svipuðu sniði á milli skóla, þar sem hefð er komin á form
þeirra. Mat kennara á árangri nemenda, jafnvel við 7 ára aldur, hefur einnig reynst
hafa gott forspárgildi um námsárangur síðar á skólagöngunni (Edelstein o.fl. 1990)
og því virðist gott að treysta mati kennara á námshæfni nemenda. Af þessum sök-
um þótti ekki ástæða til að óttast kerfisbundinn mun á einkunnagjöf kennaranna
fjögurra.
Rétt er að benda á að þar sem einkunnir einnar stúlkunnar í úrtakinu voru ekki
tiltækar eru mælingarnar 47 í stað 48 þegar skoðuð eru tengsl breytna við meðal-
einkunn.
29