Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 128
FJARKENNSLA UM TOLVUNET
hafa vald á aðstæðunum þarf ekki að spyrja að leikslokum, hvorki í návígi né í
fjarskiptum. Hér er þó rétt að benda á að af augljósum ástæðum er kennslufræði
tölvusamskipta í fjarkennslu nær óplægður akur. Kennsla á tölvuneti byggir m.a. á
kennslufræði fjarkennslu og hefðbundinna kennslustunda. Landfræðilegar fjar-
lægðir og einangrun setja mark sitt á námið, en tölvunetið auðveldar námssam-
skipti og aðgengi nemenda að kennurum. Sumir ganga jafnvel svo langt að halda
fram að tölvusamskipti geti varðveitt það besta í hefðbundinni kennslu, en bæti
síðan ýmsum kostum við námsaðstæðurnar sem ekki náist í hefðbundinni skóla-
stofu (Paulsen 1992:4-18. Sjá einnig Rekkedal og Soby 1991). Reynslan sýnir að
tölvusamskiptin geta skapað svigrúm til nánari samskipta en oftast er mögulegt í
hefðbundinni kennslustund (Mason og Kaye 1989:122 o.áfr. Sjá einnig Simón 1991).
Annita Fjunk og Astrid Jensen hafa þróað tölvusamskipti til fjarkennslu í há-
skólanum í Osló og í Norska bréfaskólanum (NKS). Þær leggja mikla áherslu á þau
persónulegu samskipti sem takast á tölvunetinu milli nemenda og kennara og á
milli nemenda innbyrðis. Þær hafa greint hvernig samskipti þróast á námstímanum
úr einstefnumiðlun kennara í upphafi, yfir í stuttar fyrirspurnir og svör. Að lokum
hefjast síðan óformlegar samræður þar sem nemendur „kenna" hver öðrum og
amstur hversdagsins kryddar tíðum glímuna við námsefni og verkefni. Þær telja sig
einnig finna mun á því hvernig konur og karlar nota netsamskiptin. Karlarnir eru
virkari í hinum formlega fasa í upphafi, en konurnar virkari í hinum óformlegu
samskiptum (Fjunk & Jensen 1992:8-9). Þær benda á að persónuleg samskipti sam-
hliða námssamskiptum bæti gildi námsins, en auki jafnframt vinnuálag nemenda
og kennara.
Patricia D'Souza prófessor í ríkisháskólanum í Kaliforníu hefur reynt tölvusam-
skipti í kennslu. Nemendur hennar töldu tölvupóst mjög skilvirka leið til að koma
upplýsingum á milli nemenda. Þeir töldu sig líka hafa betri aðgang að kennara og
að þetta væri góð leið til að dreifa og fá efni (D'Souza 1992). Dr. Robin Mason skoð-
aði áfanga sem kenndur var í Opna háskólanum í Bretlandi. Þar kemur m.a. fram að
meiri jöfnuður er milli nemenda þegar tölvusamskipti eru notuð, stéttarstaða og
útlit skiptu litlu máli. Fatlaðir nemendur skáru sig ekki úr hópnum (Mason og Kaye
1989, 9. kafli).
Þeir sem reyna tölvusamskipti í kennslu verða oft undrandi á þeirri óvæntu
nálægð sem fjarskiptin veita. Námssamskipti vilja verða persónulegri og óformlegri
en gerist og gengur í hefðbundinni kennslu. Kennslufræði tölvusamskipta eru eins
og áður var nefnt ónumið land, en gefur spennandi fyrirheit.
HVAÐ ER í BOÐI Á ÍSLENSKA MENNTANETINU?
Margt er á boðstólum hjá Islenska menntanetinu auk þess sem talið hefur verið hér
á undan. Inni á menntanetinu er innlend umræða kennara um skólamál, kennslu og
viðfangsefni ákveðinna kennslugreina. Þannig komast kennaranemar í snertingu
við fagumræðu kennara á þeirra eigin vettvangi. Ekkert er því til fyrirstöðu fyrir
nemana að taka þátt í umræðunni og skiptast á skoðunum við starfandi kennara um
126