Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 128

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 128
FJARKENNSLA UM TOLVUNET hafa vald á aðstæðunum þarf ekki að spyrja að leikslokum, hvorki í návígi né í fjarskiptum. Hér er þó rétt að benda á að af augljósum ástæðum er kennslufræði tölvusamskipta í fjarkennslu nær óplægður akur. Kennsla á tölvuneti byggir m.a. á kennslufræði fjarkennslu og hefðbundinna kennslustunda. Landfræðilegar fjar- lægðir og einangrun setja mark sitt á námið, en tölvunetið auðveldar námssam- skipti og aðgengi nemenda að kennurum. Sumir ganga jafnvel svo langt að halda fram að tölvusamskipti geti varðveitt það besta í hefðbundinni kennslu, en bæti síðan ýmsum kostum við námsaðstæðurnar sem ekki náist í hefðbundinni skóla- stofu (Paulsen 1992:4-18. Sjá einnig Rekkedal og Soby 1991). Reynslan sýnir að tölvusamskiptin geta skapað svigrúm til nánari samskipta en oftast er mögulegt í hefðbundinni kennslustund (Mason og Kaye 1989:122 o.áfr. Sjá einnig Simón 1991). Annita Fjunk og Astrid Jensen hafa þróað tölvusamskipti til fjarkennslu í há- skólanum í Osló og í Norska bréfaskólanum (NKS). Þær leggja mikla áherslu á þau persónulegu samskipti sem takast á tölvunetinu milli nemenda og kennara og á milli nemenda innbyrðis. Þær hafa greint hvernig samskipti þróast á námstímanum úr einstefnumiðlun kennara í upphafi, yfir í stuttar fyrirspurnir og svör. Að lokum hefjast síðan óformlegar samræður þar sem nemendur „kenna" hver öðrum og amstur hversdagsins kryddar tíðum glímuna við námsefni og verkefni. Þær telja sig einnig finna mun á því hvernig konur og karlar nota netsamskiptin. Karlarnir eru virkari í hinum formlega fasa í upphafi, en konurnar virkari í hinum óformlegu samskiptum (Fjunk & Jensen 1992:8-9). Þær benda á að persónuleg samskipti sam- hliða námssamskiptum bæti gildi námsins, en auki jafnframt vinnuálag nemenda og kennara. Patricia D'Souza prófessor í ríkisháskólanum í Kaliforníu hefur reynt tölvusam- skipti í kennslu. Nemendur hennar töldu tölvupóst mjög skilvirka leið til að koma upplýsingum á milli nemenda. Þeir töldu sig líka hafa betri aðgang að kennara og að þetta væri góð leið til að dreifa og fá efni (D'Souza 1992). Dr. Robin Mason skoð- aði áfanga sem kenndur var í Opna háskólanum í Bretlandi. Þar kemur m.a. fram að meiri jöfnuður er milli nemenda þegar tölvusamskipti eru notuð, stéttarstaða og útlit skiptu litlu máli. Fatlaðir nemendur skáru sig ekki úr hópnum (Mason og Kaye 1989, 9. kafli). Þeir sem reyna tölvusamskipti í kennslu verða oft undrandi á þeirri óvæntu nálægð sem fjarskiptin veita. Námssamskipti vilja verða persónulegri og óformlegri en gerist og gengur í hefðbundinni kennslu. Kennslufræði tölvusamskipta eru eins og áður var nefnt ónumið land, en gefur spennandi fyrirheit. HVAÐ ER í BOÐI Á ÍSLENSKA MENNTANETINU? Margt er á boðstólum hjá Islenska menntanetinu auk þess sem talið hefur verið hér á undan. Inni á menntanetinu er innlend umræða kennara um skólamál, kennslu og viðfangsefni ákveðinna kennslugreina. Þannig komast kennaranemar í snertingu við fagumræðu kennara á þeirra eigin vettvangi. Ekkert er því til fyrirstöðu fyrir nemana að taka þátt í umræðunni og skiptast á skoðunum við starfandi kennara um 126
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.