Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 112
1. Kennarinn les fyrir nemendur frásagnir af mannraunum í pjóðsögum,
íslendingasögum, ævisögum, nútímabókmenntum eða dagblöðum.
Hugmyndir kvikna hjá nemendum og í framhaldi af pessu mætti hafa
sameiginlega pankahríð um efnið.
2. Kennarinn bendi á að orðanotkun, sérstaklega notkun lýsingarorða, hefur
mikil áhrif á blæ frásagnarinnar. Lýsing á veðri og staðháttum skiptir líka
miklu máli.
3. Nemendur ræða málið og segja frá sinni reynslu á pessu sviði, efeinhver er.
4. Leitað til foreldra, afa og ömmu eða annarra ættingja eða kunningja. Hefur
einhver peirra lent ímannraunum?
5. Fyrstu drög skrifuð. Frásögn af sönnum atburði.
6. Ritverkið unnið samkvæmt ritunarferlinu. Endurgjöf gæti farið fram í 4-5
manna hópum.
Einnig mætti skrifa sögu í gamansömum stíl (lygasögu) eða skoða ljóð um efnið og
yrkja.
Ótrúlegar sögur
Þetta verkefni hefst á leik.6 Tveir til fimm geta verið saman í hóp. Leikurinn felst í
því að nemendur eiga að ljúka við setninguna: „Mér þykir leitt að ég kem of seint,
en ..." Afsökun hvers þeirra verður að vera ótrúlegri en þess á undan. Eftir að hafa
leikið þennan leik stutta stund segir kennarinn að nú eigi þeir að skrifa þrjár til sex
ótrúlegar sögur sem hefjast á setningunni: „Það var ekki mér að kenna að glugginn/
vasinn/stóllinn brotnaði." Síðan er unnið með þessar sögur samkvæmt ritunarferl-
inu og að lokum búnar til bækur með sögunum. Þetta verkefni ýtir vel undir hug-
myndaflug nemenda og þeir hafa mjög gaman af því. Sögurnar verða ákaflega mis-
munandi og allt frá nokkrum línum upp í 3-4 blaðsíður að lengd.
Ævintýrapersónur
Kennari og nemendur búa til lista yfir ævintýra- og þjóðsagnapersónur sem nem-
endur þekkja. Síðan vinna tveir og tveir saman. Hver nemandi velur eina persónu
sem hann telur sig þekkja vel. Þeir sem vinna saman mega ekki hafa persónur úr
sömu sögunni. Pörin ræða saman um hvað myndi gerast ef persónur þeirra villtust
og kæmu fram í sögu hinnar persónunnar fyrir mistök. Þeir eiga að ákveða hvor
sagan gefur meiri möguleika í þessum efnum, hvenær ævintýrapersónan birtist og
hvað gerist. Þeir geta svo skrifað söguna saman eða hvor í sínu lagi. Annar getur
skrifað ævintýrið eins og það er en bætt nýju persónunni inn í. Hinn getur skrifað út
frá villtu persónunni. Sagt hvernig og af hverju hún villtist og lýsa reynslu hennar í
nýju sögunni. Sögurnar á að skrifa í ævintýra- eða þjóðsagnastíl. Þær á að mynd-
skreyta og búa til bók.
6
Þetta og næsta verkefni er tekið úr bókinni Inspiratiotis for Writing eftir Sue Ellis og Gill Friel, bls. 62-63.