Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 112

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 112
1. Kennarinn les fyrir nemendur frásagnir af mannraunum í pjóðsögum, íslendingasögum, ævisögum, nútímabókmenntum eða dagblöðum. Hugmyndir kvikna hjá nemendum og í framhaldi af pessu mætti hafa sameiginlega pankahríð um efnið. 2. Kennarinn bendi á að orðanotkun, sérstaklega notkun lýsingarorða, hefur mikil áhrif á blæ frásagnarinnar. Lýsing á veðri og staðháttum skiptir líka miklu máli. 3. Nemendur ræða málið og segja frá sinni reynslu á pessu sviði, efeinhver er. 4. Leitað til foreldra, afa og ömmu eða annarra ættingja eða kunningja. Hefur einhver peirra lent ímannraunum? 5. Fyrstu drög skrifuð. Frásögn af sönnum atburði. 6. Ritverkið unnið samkvæmt ritunarferlinu. Endurgjöf gæti farið fram í 4-5 manna hópum. Einnig mætti skrifa sögu í gamansömum stíl (lygasögu) eða skoða ljóð um efnið og yrkja. Ótrúlegar sögur Þetta verkefni hefst á leik.6 Tveir til fimm geta verið saman í hóp. Leikurinn felst í því að nemendur eiga að ljúka við setninguna: „Mér þykir leitt að ég kem of seint, en ..." Afsökun hvers þeirra verður að vera ótrúlegri en þess á undan. Eftir að hafa leikið þennan leik stutta stund segir kennarinn að nú eigi þeir að skrifa þrjár til sex ótrúlegar sögur sem hefjast á setningunni: „Það var ekki mér að kenna að glugginn/ vasinn/stóllinn brotnaði." Síðan er unnið með þessar sögur samkvæmt ritunarferl- inu og að lokum búnar til bækur með sögunum. Þetta verkefni ýtir vel undir hug- myndaflug nemenda og þeir hafa mjög gaman af því. Sögurnar verða ákaflega mis- munandi og allt frá nokkrum línum upp í 3-4 blaðsíður að lengd. Ævintýrapersónur Kennari og nemendur búa til lista yfir ævintýra- og þjóðsagnapersónur sem nem- endur þekkja. Síðan vinna tveir og tveir saman. Hver nemandi velur eina persónu sem hann telur sig þekkja vel. Þeir sem vinna saman mega ekki hafa persónur úr sömu sögunni. Pörin ræða saman um hvað myndi gerast ef persónur þeirra villtust og kæmu fram í sögu hinnar persónunnar fyrir mistök. Þeir eiga að ákveða hvor sagan gefur meiri möguleika í þessum efnum, hvenær ævintýrapersónan birtist og hvað gerist. Þeir geta svo skrifað söguna saman eða hvor í sínu lagi. Annar getur skrifað ævintýrið eins og það er en bætt nýju persónunni inn í. Hinn getur skrifað út frá villtu persónunni. Sagt hvernig og af hverju hún villtist og lýsa reynslu hennar í nýju sögunni. Sögurnar á að skrifa í ævintýra- eða þjóðsagnastíl. Þær á að mynd- skreyta og búa til bók. 6 Þetta og næsta verkefni er tekið úr bókinni Inspiratiotis for Writing eftir Sue Ellis og Gill Friel, bls. 62-63.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.