Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 21

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 21
LOFTUR GUTTORMSSON skólamönnum og kennurum hafi fallið hún vel í geð, a.m.k. hvað efnisval snertir ([N.N.]1910:129-131). NIÐURLAG Með fögum um fræðslu barna 1907 voru fyrst lögð drög að „móðurmáli" sem skyldubundinni námsgrein í íslenskum barnaskólum og mælt fyrir um þekkingu á þjóðlegu sögu- og bókmenntaefni. Með útgáfu Lesbókar sem fylgdi í kjölfar lagasetn- ingarinnar var svo séð til þess að börn þjálfuðust í lestri með því að leggja stund á texta veraldlegs eðlis varðandi ýmsa þætti íslenskrar þjóðmenningar. A þennan hátt var móðurmálssviðið strax í upphafi tengt þjóðlegum bókmenntum; en eftir- tektarvert er að jafnframt þessu inniheldur það námsþátt sem nú er flokkaður með námsgreininni „saga". „Saga" var m.ö.o. ekki tilgreind í lögunum sem sjálfstæð námsgrein nema þar sem skyldufræðslan færi fram í föstum skólum (3. gr.); er þetta dæmi um að skyldubundin þekking barna var flokkuð á þessum tíma nokkuð á annan veg en nú tíðkast. Hvað lestrarfaginu sjálfu viðvíkur, var róttækasta breyt- ingin fólgin í því að það var alveg slitið úr sambandi við kristinfræði en aftur tengt þjóðlegum fræðum, bókmenntum og sögu. Meðan skyldubundin þekking barna einskorðaðist lögum samkvæmt við lestur og kristinfræði, voru lestrarbækur hvorki samdar né gefnar út til að fullnægja laga- ákvæðum heldur hugsaðar fyrir næsta óskilgreindan lesendahóp; þær skírskotuðu líka í reynd langt út fyrir hóp fermingarbarna. I efnisvali þessara bóka lýsir sér eigi að síður hvaða þekking var af menntafrömuðum talin eftirsóknarverðust á hverjum tíma. Kvöldvökur Hannesar Finnssonar marka hér upphafið, með sinni þungu áherslu á að lestrarefnið ætti að stuðla að því að innprenta lesendum, ungmennum og öðrum, kristilegt siðferði. í þessu samhengi er fróðlegt að bera saman Lestrarbók handa alpýðu (1874) og Lesbók handa börnum og unglingum (1907-1910). Hin fyrrnefnda er e.k. alfræði í stíl upplýsingaraldar, inngangur að helstu þekkingargreinum varðandi efnisheim, náttúru, landafræði, líkamsfræði og samfélag að viðbættum uppbyggilegum frá- sögnum og dæmisögum. Lestrarbók víkur þó frá upplýsingarfyrirmyndum að því leyti að íslenskum ættjarðarljóðum hefur verið skotið inn á tveimur stöðum, milli upptalningarkenndrar Islandslýsingar og atriða úr sögu þjóðarinnar; en ljóðin birt- ast hér nánast eins og aðskotahlutur sem hefur ekki náð að aðlagast umhverfinu. Lestrarbók handa alpýðu ber þannig merki þess að vera síðburður - að hafa þá fyrst litið dagsins ljós þegar hugmyndafræði upplýsingarinnar var óðum að hverfa í skuggann fyrir þjóðernisrómantík. Lesbók er aftur á móti dæmigerð móðurmálsbók í þjóðernislegum stíl. Hér sitja í fyrirrúmi bókmenntaafsprengi þjóðmenningarinnar í bland við nokkrar valdar frá- sagnir af náttúru, landafræði og sögu fósturjarðarinnar. Þótt efni af erlendum toga fái að fljóta með í nokkrum mæli, ræðst val og niðurröðun efnis greinilega af því hversu vel það þótti henta til að þroska með börnum þjóðlega sjálfsímynd. Sá hluti efnisins sem heyrir ekki til skáldskap hnígur líka eindregið að því að styrkja slíka 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.