Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 67

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 67
GERÐUR G. ÓSKARSDÓTTIR inu. Athyglisvert er að hæstu einkunnir í námsferilshópum 3 (eru enn í námi) og 4 (hafa lokið námi) voru í hópi barna best menntuðu feðranna (sjá töflu 2) en þar var búist við lægstu einkunnunum. Það var að vísu reyndin í hópum 1 (hafa ekkert framhaldsnám) og 2 (hættu eftir tvö ár eða fyrr). Freistandi er að tengja einkunnir og menntun föður við hvatningu, sbr. það sem sagt var hér að framan. Niðurstöður benda til að nota megi útkomu á samræmdum prófum ásamt öðrum breytum, þar á meðal menntun foreldra og búsetu, til þess að skýra brottfall og námsgengi. Nemendur sem detta úr skóla eyða tíma og fé í skólagöngu sem óvíst er hvort verður þeim að gagni. Úrtakið sem hér var til skoðunar var úr þýði á stærð við stærstu framhaldsskóla hér á landi. Námsferilshópar 2 og 3 (sjá töflu 1) voru um helmingur úrtaksins. Þessi hópur einn sér er á stærð við nokkuð stóran framhalds- skóla. Spurningar vakna um það hverju skólavistin skilaði þessum nemendum og samfélaginu. Með hvaða veganesti úr skóla fara þeir út í atvinnulífið? Var unnt að nýta tíma og fé betur? Skiptir máli fyrir sjálfstraust og sjálfsvitund fólks að hafa lokið ákveðinni námsleið í framhaldsskóla? Gjörbreyting þarf að verða á framhaldsskólanum ef við viljum ná því marki að allir nemendur eigi kost á starfsmenntun (í framhaldsskóla eða háskóla) að loknum grunnskóla. Af þeim niðurstöðum sem hér hefur verið greint frá er ljóst að náms- ferill tengist vellíðan í skóla. Hvatning og afstaða foreldra til náms skiptir einnig máli: þeir sem ekki fá hvatningu úr foreldrahúsum þurfa að fá hana annars staðar. Aðstaða til náms skiptir einnig máli. Stofnun fjölbrautaskólanna úti um allt land jók til muna tækifæri fólks til náms en þeim hefur ekki tekist að jafna þau að fullu. Búseta skerðir enn möguleika fólks til framhaldsnáms. Hér fæst staðfest nokkuð afdráttarlaust að þeir þættir sem einkum mætti búast við að hefðu áhrif á skóla- göngu þeirra sem helst þurfa stuðning eru einmitt mikilvægir skýringarþættir á brottfalli úr skóla. Að sjálfsögðu þarf að taka tillit til þeirra við breytingar á skóla- haldi. Breytingar á skipan framhaldsskólans geta verið með ýmsum hætti. I ljósi þess sem hér hefur verið sagt er lögð áhersla á breytingar á eftirtöldum þremur meginþáttum í starfi framhaldsskóla. I fyrsta lagi þarf að sinna nemendum í brott- fallshættu með skilvirkri umsjón og leiðsögn og skipuleggja nám þeirra af mikilli vandvirkni til að koma í veg fyrir að þeir sitji aðgerðalitlir árum saman, í raun að bíða eftir að geta hætt í skóla. Þetta á að sjálfsögðu einnig við um grunnskólanámið. Hvatning til að standa sig vel í námi getur komið frá skóla og atvinnulífi jafnt sem foreldrum. I öðru lagi þarf að auka upplýsingamiðlun til nemenda og námsráðgjöf til þess að stuðla að því að þeir taki ákvörðun að vel athuguðu máli um val á milli mismunandi námsleiða á framhaldsstigi og framtíðarstarfa. Mikilvægt er að nem- endur átti sig á þeim möguleikum sem eru á því að flytja sig á milli skóla, tengja saman nám og starfsreynslu og skipuleggja samfelldan námsferil þótt hann sé ekki allur innan sömu stofnunar. Nemendur, sem að öllu jöfnu velja að stunda fram- haldsnám í heimabyggð, gætu e.t.v. vel hugsað sér að stunda hluta námsins (t.d. eina til þrjár annir) annars staðar ef um heildstætt nám væri að ræða. Síðast en ekki síst þarf námsframboð að breytast og verða fjölbreyttara bæði að lengd og inntaki. Aherslan þarf að vera á starfsmenntun jafnt sem bóknám. Framhaldsskólinn verður 65
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.