Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 148

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 148
SOGUATLAS bókar. (Þá má kennslubókin bara ekki vera svo dýr að ofætlun sé að kaupa atlasinn jafnframt.) I mannkynssögu notum við mikið þýddar bækur úr Norðurlandamálum, enda henta þær okkur að sínu leyti vel, sjónarhóllinn er svipaður og hjá okkur, og hefðin sú sama og hér að kenna mannkynssögu aðgreinda frá sögu heimalands (og jafnvel grannlandanna). Söguatlasinn nýi er bersýnilega saminn fyrir mannkynssögu- kennslu þar sem Noregs- og Norðurlandasögu er sinnt á öðrum vettvangi. Hann er því alveg laus við norska yfirvigt; fremur má segja að norrænt efni sé nokkuð rýrt fyrir okkar þarfir. Jafnframt er ekki nema von að Islandi séu gerð takmörkuð skil í Söguatlas; t.d. kemur ekkert fram um sjálfstæði landsins eða áfanga á þeirri leið. Kort eru meginefni bókarinnar, oftast tvö eða þrjú á opnu, efnismikil og þarf stund- um að rýna töluvert í þau til að átta sig á öllu, líka af því að letrið er víða smátt. Hér við bætast fjölmargar litmyndir og teiknaðar smámyndir. Svo er lesmál, mismikið en oft nálægt fjórðungi síðunnar; mest af því er í annálsformi, stundum líka klausur í samfelldu máli undir sérstökum fyrirsögnum, og svo myndatextar. Hver síða hefur sérstakt kaflaheiti, en oft er þó fjallað um samstæð efni á heilum opnum. Einföld upptalning getur gefið vissa hugmynd um efnisþætti og hlutföll í bók- inni. Um forsögu og fornöld er fjallað á u.þ.b. 28 síðum. Þar af er helmingur um Grikkland og Rómaveldi og nokkur áhersla á Kína. Miðaldir fá u.þ.b. 24 síður, en sagan frá landafundum fram undir 1800 (eða fyrri hluti nýaldar) 18 síður. Hér er meirihluti efnisins helgaður Evrópu eða Vestur-Evrópu, en upp undir þriðjungur fjallar um aðra heimshluta. Þá er bókin ríflega hálfnuð og ósögð saga síðustu 200 ára. Sú umfjöllun fellur í fjóra ójafna flokka. Um tíu síður fjalla um Evrópu um 1800, langmest frönsku bylt- inguna og Napóleon. Þá koma 18 síður um söguna fram til 1914, u.þ.b. helmingur Evrópusaga. Síðan 11 síður um söguna til 1945, aðallega um heimsstyrjaldirnar tvær og langmest Evrópusaga. Þá 16 síður um söguna eftir stríð, og nú bregður svo við að Evrópusagan þokar í skuggann (u.þ.b. V3), en veruleg áhersla er á kalda stríðið (með Kóreustríði og Kúbudeilu), Palestínu/Ísrael og Indókína/Víetnam, auk nýjustu tíðinda frá kommúnistaríkjum Evrópu. Mjög vel er að því staðið að láta bókina ná sem næst nútímanum. Hún virðist að miklu leyti samin 1989-1990. Þannig er sjálfstæðis Namibíu (mars 1990) getið, bæði í lesmáli og á korti, en lit landsins á kortinu ekki breytt í samræmi við það. Tölur um herstyrk og olíuframleiðslu eru frá 1986 og yngsta litmyndin frá nóvember 1989. í texta utan korta koma fram einstaka atburðir allt fram á árið 1991. En þrjár síðustu blaðsíðurnar hafa verið samdar síðar, tvær þeirra svart-hvítar til að geta unnið kort- in hratt. Hér er aðallega sagt frá hruni kommúnismans í Austur-Evrópu ásamt sam- einingu Þýskalands, þróun Evrópubandalagsins, Persaflóastríðinu og brey tingum í Suður-Afríku. Þessi saga nær hvarvetna fram eftir ári 1991, og bætt hefur verið við 146
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.