Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Síða 148
SOGUATLAS
bókar. (Þá má kennslubókin bara ekki vera svo dýr að ofætlun sé að kaupa atlasinn
jafnframt.)
I mannkynssögu notum við mikið þýddar bækur úr Norðurlandamálum, enda
henta þær okkur að sínu leyti vel, sjónarhóllinn er svipaður og hjá okkur, og hefðin
sú sama og hér að kenna mannkynssögu aðgreinda frá sögu heimalands (og jafnvel
grannlandanna). Söguatlasinn nýi er bersýnilega saminn fyrir mannkynssögu-
kennslu þar sem Noregs- og Norðurlandasögu er sinnt á öðrum vettvangi. Hann er
því alveg laus við norska yfirvigt; fremur má segja að norrænt efni sé nokkuð rýrt
fyrir okkar þarfir. Jafnframt er ekki nema von að Islandi séu gerð takmörkuð skil í
Söguatlas; t.d. kemur ekkert fram um sjálfstæði landsins eða áfanga á þeirri leið.
Kort eru meginefni bókarinnar, oftast tvö eða þrjú á opnu, efnismikil og þarf stund-
um að rýna töluvert í þau til að átta sig á öllu, líka af því að letrið er víða smátt. Hér
við bætast fjölmargar litmyndir og teiknaðar smámyndir. Svo er lesmál, mismikið
en oft nálægt fjórðungi síðunnar; mest af því er í annálsformi, stundum líka klausur
í samfelldu máli undir sérstökum fyrirsögnum, og svo myndatextar. Hver síða
hefur sérstakt kaflaheiti, en oft er þó fjallað um samstæð efni á heilum opnum.
Einföld upptalning getur gefið vissa hugmynd um efnisþætti og hlutföll í bók-
inni. Um forsögu og fornöld er fjallað á u.þ.b. 28 síðum. Þar af er helmingur um
Grikkland og Rómaveldi og nokkur áhersla á Kína. Miðaldir fá u.þ.b. 24 síður, en
sagan frá landafundum fram undir 1800 (eða fyrri hluti nýaldar) 18 síður. Hér er
meirihluti efnisins helgaður Evrópu eða Vestur-Evrópu, en upp undir þriðjungur
fjallar um aðra heimshluta.
Þá er bókin ríflega hálfnuð og ósögð saga síðustu 200 ára. Sú umfjöllun fellur í
fjóra ójafna flokka. Um tíu síður fjalla um Evrópu um 1800, langmest frönsku bylt-
inguna og Napóleon. Þá koma 18 síður um söguna fram til 1914, u.þ.b. helmingur
Evrópusaga. Síðan 11 síður um söguna til 1945, aðallega um heimsstyrjaldirnar
tvær og langmest Evrópusaga. Þá 16 síður um söguna eftir stríð, og nú bregður svo
við að Evrópusagan þokar í skuggann (u.þ.b. V3), en veruleg áhersla er á kalda
stríðið (með Kóreustríði og Kúbudeilu), Palestínu/Ísrael og Indókína/Víetnam,
auk nýjustu tíðinda frá kommúnistaríkjum Evrópu.
Mjög vel er að því staðið að láta bókina ná sem næst nútímanum. Hún virðist að
miklu leyti samin 1989-1990. Þannig er sjálfstæðis Namibíu (mars 1990) getið, bæði
í lesmáli og á korti, en lit landsins á kortinu ekki breytt í samræmi við það. Tölur um
herstyrk og olíuframleiðslu eru frá 1986 og yngsta litmyndin frá nóvember 1989. í
texta utan korta koma fram einstaka atburðir allt fram á árið 1991. En þrjár síðustu
blaðsíðurnar hafa verið samdar síðar, tvær þeirra svart-hvítar til að geta unnið kort-
in hratt. Hér er aðallega sagt frá hruni kommúnismans í Austur-Evrópu ásamt sam-
einingu Þýskalands, þróun Evrópubandalagsins, Persaflóastríðinu og brey tingum í
Suður-Afríku. Þessi saga nær hvarvetna fram eftir ári 1991, og bætt hefur verið við
146