Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 139

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 139
RAGNHEIÐUR BENEDIKTSSON berast, á tilheyrandi staði. Tímanum er einvörðungu varið til að sækja, senda og skoða gögn sem eru hluti af námsefni nemenda. En þótt hugbúnaðurinn sé í þessu tilviki einkar þægilegur er ekki þar með sagt að kennarar séu reiðubúnir til að nota hann, þeir eru ekki allir tilbúnir til þess að nota tölvur yfirleitt. Einn þeirra kennara sem lýst hafa ánægju með námsefni verkefnisins hefur aldrei notað tölvu sjálfur. Þessi kennari veit nákvæmlega hvenær nemendur eiga að senda og sækja bréf og önnur gögn í verkefninu og hvenær þeir eiga að fá að skoða og prenta út ýmis gögn sem þeir þurfa að nota í náminu. Hann treystir sér hins vegar ekki til að sinna þessu sjálfur og fær því aðstoð. Þeir kennarar sem nota tölvu nánast daglega við kennslustarfið vilja gjarnan hafa allt sem lýtur að tölvuvinnslunni inni hjá sér: Mér fitmst galli að nemertdur fara úr tíma til að sækja og senda tölvupóst en nem- endum mtnum fannst pað kostur. - Best væri að bekkurinn gæti haft tölvu eða tölvur inni ístofunni allan tímann sem verkefnið stendur yfir og að hver bekkurhefði aðgang að gagnabankanum fyrir sig. Að mínurn dómi þurfa símalínurnar að komast út í kennslustofurnar. Þá fyrst hafa kennarar tækifæri til þess að vinna verkefnin eins og þeim þykir best henta. Þangað gæti tölvuaðstoðin komið í þeim tilvikum þar sem þess gerist þörf. Höfuðkosturinn við þetta verkefni er sá að kennarar geta nýtt sér námsgögnin ótrúlega skemmtilega án þess að snerta nokkurn tíma tölvuna sjálfir, þ.e. ef þeir hafa aðstoð við þann þátt. Kennarinn, sem ekki treysti sér til að sjá um tölvuvinn- una, hafði þau áhrif á nemendur sína að þeir luku upp nánast einum munni um að það hefði verið gaman að taka þátt í verkefninu. Sú reynist þó ekki reglan með alla nemendur né kennara, sem varla er von! Það kemur í ljós að mörgum nemendum finnst gaman að vinna við tölvuna, fáeinum finnst það leiðinlegt, langflestum nem- endum fannst gaman að mælingum, fáum fannst það leiðinlegt o.s.frv. Kennarar og nemendur hafa hver sinn smekk og sínar skoðanir á námsefni og kennsluaðferðum sem og öðru. Eg bind vonir við áhrif Islenska menntanetsins á grunnskóla landsins. Kennarar munu væntanlega læra smám saman að notfæra sér tölvutæknina og eygja þá kosti sem tölvusamskiptin hafa í för með sér. Ef svo heldur sem horfir ættu íslenskir grunnskólakennarar að verða framarlega í notkun þessarar tækni á heimsvísu. Hvaða land annað hefur alið af sér Pétur á Kópaskeri? TILRAUNIR í SKÓLASTOFU Ein af röksemdunum fyrir að nota námsefni þetta er sú staðreynd að ekki hefur gengið vel að framfylgja Aðalnámskrá grunnskóla varðandi raungreinar. Efna- og eðlisfræðinámsefni sem samið var fyrir u.þ.b. tveimur áratugum á vegum Skóla- rannsóknadeildar var í fyrstu kennt víða í grunnskólum landsins. En smám saman hefur það horfið af stundaskrá nemenda. Það hefur verið talið dýrara að kenna raungreinar en aðrar greinar hvað kennslumagn og tækjakost áhrærir. Kennaranemar hafa lítið sótt í eðlis- og efna- 137
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.