Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 56

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 56
HÆTT í SKÓLA Umræða um brottfall úr skóla hefur aukist á undanförnum árum. Ástæður þess eru margar en einkum sú trú manna að kröfur atvinnulífsins um menntun muni aukast í framtíðinni og að atvinnuleysi muni einkum bitna á þeim sem hafa skemmsta skólagöngu. Margir óttast afleiðingar atvinnuleysis fyrir þjóðfélagið í heild, það verði af tekjum og sköttum og þörf fyrir félagslega þjónustu aukist og heilsufar versni. Einnig óttast margir að stéttamunur skerpist og glæpum fjölgi. Trú margra er að minna brottfall úr skóla dragi úr þessum áhrifum (Rumberger 1987). Þess er einnig oft og tíðum vænst að aukin menntun stuðli að auknum hagvexti. Kröfur um menntun eru nú mun meiri en áður í íslensku atvinnulífi en ekki er ljóst hvernig þessi menntun nýtist atvinnulífinu (Stefán Olafsson 1992). Þó er ljóst að aukin menntun skilar sér í hærri launum (Jón Torfi Jónasson 1992). Aftur á móti er ekki vitað hvort starfsmenn fá hærri laun vegna þess að menntun þeirra geri þá að betri starfsmönnum eða hvort aðrar ástæður koma þar til. Annað sjónarmið er að líta á brottfall úr skóla sem skynsamleg viðbrögð við aðstæðum. Nemendur meti óformlega og oft ómeðvitað kosti og galla þess að halda áfram í skóla og að hætta í skóla. Við það mat gangi þeir annars vegar út frá kostnaði og því álagi sem skóla- nám krefst og hins vegar væntanlegum launum ef hætt er í skóla. Óvíst er hvort þessir nemendur eða þjóðfélagið í heild væri betur sett ef þeir héldu áfram námi (Bickel 1989; Blakemore og Low 1984). Niðurstöður fjölmargra erlendra rannsókna hafa sýnt fylgni á milli brottfalls úr skóla og stéttarstöðu. Brottfall er hærra meðal minnihlutahópa og lágstéttarfólks (Rumberger 1983; Stern o.fl. 1986; Hahn 1987). Einnig hefur verið sýnt fram á mun á fjölda brottfallsnemenda á milli skólakerfa, svæða og einstakra skóla (Rumberger 1987; Fine 1986). Islenskar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á tengsl félagslegra þátta og námsárangurs (Sigurjón Björnsson og Þórólfur Þórlindsson 1983; Sigurjón Björnsson 1980). Ástæður brottfalls liggja ekki í augum uppi. Þær sem nemendur sjálfir tilgreina eru af ýmsum toga og m.a. mismunandi eftir þjóðfélagshópum. Kannanir hafa leitt í ljós ástæður eins og búsetu, aðstæður í fjölskyldu, vinahóp, skóla, fjárhagsstöðu og margs konar aðstæður einstaklinga. Aðrir þættir sem skipt geta máli eru lítil mennt- un foreldra og viðhorf til skóla en oft og tíðum er erfitt að greina á milli orsaka og afleiðinga (Rumberger 1987). Á suma þessa þætti getur skólakerfið haft áhrif en aðra ekki. Til skamms tíma hafa ekki legið fyrir óyggjandi tölur um brottfall úr grunn- eða framhaldsskólum hér á landi og litlar tilraunir hafa verið gerðar til þess að skýra það eða skilgreina. Eftir að framhaldsskólinn varð í raun opinn öllum að loknu námi í grunnskóla við lok áttunda áratugarins hefur sá hópur stöðugt farið stækk- andi sem hefur nám í framhaldsskóla en fjöldi brautskráðra hefur ekki vaxið að sama skapi. Sem dæmi má nefna að skólaárið 1982-1983 voru 68% 16 ára unglinga á fyrsta ári í framhaldsskóla, en árið 1989-1990 voru 78% þeirra í skóla. Árið 1991 var talið að um 40% árgangs lykju stúdentsprófi (fjöldi nýstúdenta á ýmsum aldri á ári sem hlutfall af árgangi tvítugra), um 17% lykju sveinsprófi (fjöldi nýsveina á ári sem hlutfall af árgangi tvítugra) og örfá prósent til viðbótar lykju 54
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.