Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 47

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 47
FRIÐRIK H. JÓNSSON, ANNA HULD ÓSKARSDÓTTIR, HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR var lýst og þeir beðnir um leyfi fyrir þátttöku barna sinna. Upphaflegt úrtak voru 75 börn en foreldrar þriggja barna höfnuðu þátttöku. Viðtölin voru tekin í lok apríl og byrjun maí 1992. Efniviður Notaðar voru sjö ljósmyndir af karlmönnum við störf. Til að auka samræmi í for- sendum svara var börnunum sagt starfsheiti hvers manns. Tvær myndanna sýndu hástéttarstörf, lækni og atvinnurekanda; þrjár millistéttarstörf, sjómann, kennara og trésmið; og tvær lágstéttarstörf, verkamann og fiskverkamann. Einnig voru sex ljósmyndir af húsnæði; fjölbýlishús í Asparfelli, átta íbúða fjölbýlishús í Grafarvogi, gamalt parhús í Hlíðunum, nýtt parhús í Grafarvogi, gamalt einbýlishús í Réttar- holtshverfinu og stórt einbýlishús á Arnarnesi. Loks voru sex ljósmyndir af bifreið- um; Lada 1200, Skódi 120, Mitsubishi Galant, Toyota Corolla (skutbíll), Toyota Hilux, Audi (fínasta gerð). Myndefni í rannsóknina var valið þannig að 40 nemendur við Háskóla Islands flokkuðu 29 starfsheiti í hástétt, miðstétt eða lágstétt. í rannsóknina voru notuð þau sjö störf sem flestir voru sammála um hvernig bæri að flokka. Eiimig tilgreindu háskólanemarnir hvers konar bifreið og hvers konar húsnæði fólk í viðkomandi starfsgrein væri líklegast til að eiga og voru þær ábendingar notaðar við val á því efni. Loks var almenn þekking barnanna athuguð. Fyrst voru lagðar fyrir tíu spurn- ingar almenns eðlis og síðan átta lokaðar og tíu opnar spurningar sem beiirdust að þekkingu á atvinnumálum. Til dæmis var spurt „Hvað heitir hafið umhverfis Is- land?", „Hver er forseti Islands?", „Hvað er orlof?" og „Geta allir fengið vinnu?" Framkvæmd Til að veiija börnin við efni rannsóknarinnar hófst viðtalið á spurningum um hvað þau ætluðu að verða þegar þau yrðu fullorðin. Síðan komu almennu þekkingar- spurningarnar. Hvert barn fékk svo að sjá ljósmynd af einum aðila úr lágstétt, tveimur úr millistétt og einum úr hástétt. Lýstu þau störfunum og mátu hvort viökomandi væri ríkur eða fátækur. Síðan völdu þau þann bíl og húsnæði sem þau töldu líklegast að fólk í þeirri starfsgrein ætti. Börnin voru einnig beðin um að tilnefna þann sem þau töldu ríkastan og fátæk- astan af starfsstéttunum fjórum, hvaða bílar og húsnæði væru eftirsóknarverðust og hvaða bílar og hús væru síst eftirsóknaverð. Viðtalinu lauk svo á átján spurning- um um þekkingu á atvinnumálum. Talað var við eitt barn í einu og tók hvert viðtal 20 til 40 mínútur. Svörin voru merkt inn á þar til gerð eyðublöð. Viðtölin voru tekin á skólatíma barnanna. Urvinnsla Við úrvinnslu voru gefin stig fyrir svör og stigafjöldi milli aldurshópa borinn sam- an. I almenna þekkingarprófinu var gefið eitt stig fyrir rétt svar og ekkert fyrir rangt svar. Ef öll svörin voru röng fékk viðkomandi núll en tíu ef öll svörin voru rétt. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.