Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 138
Á ALÞJÓÐAVETTVANGI i KENNSLUSTOFUNNI
TÍMINN
Tímaskortur var eitt af því sem kennararnir nefndu oft sem vanda við þátttöku í
verkefninu. Sérhver námseining í Kids network spannar sex vikna tímabil eins og
glöggt kemur fram á skipulagi skólaársins frá hendi útgefandans. Sex vikna lotur
falla ekki ævinlega að starfsskipulagi íslensks grunnskóla. Auk þess er lauslega
áætlað í kennsluleiðbeiningum að tvær kennslustundir tvisvar á viku séu hæfilegur
tími til kennslunnar. Heyrum hvað kennarar hafa um þennan þátt að segja:
Verkefnið kom sem viðbót á stundaskrá sem er allt ofhlaðin fyrir. Það er ekki hægt
að bæta endalaust við nýjum verkefnum á kennara þar sem tímum þeim sem
bekkjarkennari hefur með nemendum sínum hefur fækkað á undanförnum árum.
- Tímaskortur var á stundum bagalegur og setti okkur ákveðin takmörk. Áhuga-
verð verkefni fengu þvíoft heldur fljóta afgreiðslu. Sjálfsagt erað reyna aðfá inn á
stundatöflu „aukatíma" fyrir Kids network-verkefnið.
- Það er galli að túninn fyrir verkefnið er mjög afmarkaður og getur valdið stressi
hjá kennaranum. Einnig getur tíminn reynst óhentugur, t.d. efferðalög, próf,frí-
dagar o.þ.h. koma inn í tímabilið. Mjög afmarkaður tími getur einnig verið kostur,
hann heldur nemendum við efnið og kennarinn neyðist til að skipuleggja tímann
vel.
Engan skal undra þótt grunnskólakennarar kvarti undan tímaskorti, einkum þó á
miðstigi. Þeir hafa þurft að sæta því að tímafjöldi nemenda þeirra hefur verið
skertur og það oftar en einu sinni á undanförnum árum. A sama tíma berast þeim
fleiri og fleiri tilboð eða kvaðir um að taka upp á sína arma ýmis mál sem varða líf
og limi skjólstæðinga þeirra.
Kennarar nefndu jafnframt að vinna í Kids network hefði tekið tíma frá öðrum
námsgreinum. Fróðlegt er að hlera hugmyndir kennaranema. I lokaritgerð til B.Ed.-
prófs frá KHÍ er fjallað um Kids network:
Einhverjum gæti raunar þótt sem ekki væri tími til að standa í tölvusamskiptum og
heilu verkefnunum íkringum þau. Þar væri verið að taka tíma frá öðrum nauðsyn-
legri námsþáttum. En vel skipulögð verkefni eins og Kids network, geta komið inn
á flesta þætti sem fengist er við ígrunnskólum. Séu kennarar ekki of fastbundnir
við hefðbundna kennsluhætti, þá ættu fjölþætt tölvusamskiptaverkefni að ciga upp
á pallborðið því þau tninna um margt á þemaverkefni sem notið hafa vinsælda í
skólum á umliðnum árum (Sveinn lngimarsson, 1992:42-43).
TÖLVUÞÁTTURINN
Hugbúnaðurinn er haganlega gerður. A aðalskjámyndinni eru myndir af hnetti,
síma, bréfi, stílabók og blýanti og súluriti. Hnattlíkan er táknmynd landakorta sem
notuð eru í ýmsum tilgangi, bréf táknar ritil, mynd af stílabók vísar á gagnaskrár,
mynd af síma merkir tölvusamskipti og súlurit er tilvísun á tölfræðiþátt.
Þegar símavalmyndin er notuð sér forritið að miklu leyti um tölvusamskiptiiT
fyrir notandann, sendir það sem er tilbúið til sendingar og raðar gögnunum, sem
136