Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 19

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 19
LOFTUR GUTTORMSSON Lestrarbók handa alpýðu var borin uppi af ættjarðarást höfundar; hún var gefin út í tilefni þjóðhátíðarinnar 1874 og naut nokkurs opinbers fjárstuðnings. I íslensku þjóðfélagi, sem var á þessum tíma skólalaust að kalla, skírskotaði bókin mjög til almennings: lestrarkunnátta var næsta almenn en á hinn bóginn skorti almenning sárlega upplýsingar um alla heima og geima til að svala þekkingarfýsn sinni. Vitnisburðir ævisagna sýna að „Alþýðubókin" - svo var hún kölluð manna á meðal - naut mikilla vinsælda og varð fjölmörgum uppvaxandi einstaklingum á síðasta fjórðungi aldarinnar eins konar alþýðuskóli (Guðný Jónsdóttir 1973:24; Ingivaldur Nikulásson 1952:57; Ólína Jónasdóttir 1946:24). „ Alþýðubókin" var aldrei hugsuð sem hentugt barnaefni til lestrariðkunar; hún mun ekki heldur hafa nýst vel í þeim tilgangi þótt ekki væri nema vegna þess hve letrið var smátt. Undir aldamótin 1900 fundu menn orðið tilfinnanlega fyrir skorti á hentugu lestrarefni til kennslu. Kennarar og aðrir áhugamenn höfðu reyndar leitast við að bæta nokkuð úr. Þannig tók Jóhannes Sigfússon kennari saman á árabilinu 1890-1903 þrjú smárit sem hann vænti að mætti nota „sem lestrarkver handa börn- um."11 Og sjálft aldamótaárið birti landshöfðingi tilkynningu um kennslubækur vel lagaðar „til notkunar við barnafræðslu í skólum og heimahúsum" (Stjórnartiðindi, B-deild 1900:1). Hér var m.a. um að ræða Nýjasta barnagullið, litla bók með mynd- skreyttum frásögum aðallega af dýrum og börnum. Um þetta leyti voru framsæknir kennarar farnir að kynna kennslufræðilegar hugmyndir þar sem áhersla var lögð á þýðingu hins hlutbundna og sýnilega fyrir móðurmálskennsluna, sem og á munn- lega frásögn barnanna af því sem þau hefðu numið; í þessu sambandi var góð lestrarbók talin „hið ágætasta kennslufæri" (Bjarni Jónsson 1892:12-23). Árið 1901 komu svo út hin fyrstu skólaljóð, búin til prentunar af Þórhalli Bjarnarsyni biskupi.12 Eins og í pottinn var búið er ekki að undra þótt athygli helsta hugmynda- frömuðar íslenska barnaskólans, Guðmundar Finnbogasonar, beindist mjög ein- dregið að mikilvægi lestrarefnis fyrir móðurmálskennsluna. Sem kunnugt er lagði Guðmundur Finnbogason með ritinu Lýðmentun hug- myndagrunn að frumvarpi um fræðslu barna sem var lögtekið með nokkrum breyt- ingum 1907. í þessu riti ræðir hann ítarlega um móðurmálið. Það er, segir Guð- mundur, „vegurinn sem leiðir til þekkingar á hugsunarhætti og tilfinningalífi þjóðarinnar, lykillinn að öllu því sem hún á bezt í vísindum, sögu og óði"; íslensk- una, hið fagra og „þróttauðuga" mál, eigi að kenna æskulýðnum að elska og beita „í þjónustu háleitra hugsjóna" (Guðmundur Finnbogason 1903:63). Til þess að ná þessum markmiðum og tryggja framfarir og sálarþroska barn- anna áleit Guðmundur að lesbókin væri afar mikilsverð, kæmi „næst góðum kenn- ara ..." Lýsir hann því fjálglega hvernig slík bók þurfi að vera úr garði gerð: hún þurfi að samsvara andlegum þroska og þörfum nemandans, veita svölun en vekja jafnframt þorsta eftir meiru; hún eigi að „hreyfa þýðustu strengina og vekja hljóma 11 Jóhannes Sigfússon 1890:[Formáli]. - Smárit þessi, Samlíiiiiigur lianda börnum, voru að efnisvali um margt forboði Lesbókarinnar sem birtist 1907-1910 (sbr. hér síðar) en þau fluttu miklu minna af íslensku efni. 12 Skóla-ljóð. Kvæðasafn handa unglingum til að lcsa og nema. Sjá Eystein borvaldsson 1988:15-36. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.