Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Síða 17
LOFTUR GUTTORMSSON
skólaskyldu barna var ákveðið að nota skyldi í lestrarkennslu bækur sem létu börn-
unum í té ágrip af sögu og landafræði föðurlandsins og veittu þeim þekkingu er
stuðlaði að því að útrýma fordómum (Haue o.fl. 1986:43). Þessi ákvæði vísuðu til
lestrarbókarhefðar upplýsingartímans sem Danir höfðu snemma lagt rækt við eftir
þýskum fyrirmyndum (Loftur Guttormsson 1990:173; Sletvold 1971:18-29). Á
fyrstu áratugum aldarinnar komu þannig út margar lestrarbækur í upplýsandi al-
fræðistíl sem ruddu sér til rúms í barna- og gagnfræðaskólum. Ein þeirra var Danske
Barneven eftir Peder Hjort sem kom fyrst út 1838 og var samin eftir þýskri fyrir-
mynd, Der deutsche Kinderfreund eftir F. P. Wilmsen. Hjort brá þó frá fyrirmyndinni
til að gera bókina skemmtilegri aflestrar fyrir börn og laga hana að dönskum
aðstæðum. Þetta þýddi m.a. að birtar voru danskar frásagnir sem höfðuðu til barna,
þ. á m. molbúasögur. Bók Hjorts mun hafa hlotið meiri útbreiðslu í dönskum skól-
um en nokkur önnur lestrarbók á 19. öld. Bókmenntaefni í lestrarbók Hjorts var þó
víkjandi hjá faglegu efni um danskt samfélag, sögu og landafræði (Sletvold
1971:55-56; Steinfeld 1986:156,161).8 í lestrarbókum er komu út um miðbik 19. aldar
fóru hlutföllin að snúast við að þessu leyti fyrir áhrif rómantísku stefnunnar (Slet-
vold 1971:90-93).
I Noregi voru sett lög um almenna barnafræðslu (í föstum skólum) árið 1860,
nokkuð hliðstæð þeim sem samþykkt voru á Islandi 1907. Með lögunum var m.a.
ákveðið að svið skyldubundinnar þekkingar skyldi víkkað stórlega, miðað við hina
kristilegu fræðsluhefð. Farið skyldi yfir valda kafla í lestrarbók, einkum varðandi
jarðlýsingu, náttúrufræði og sögu, og áhersla lögð á almenna borgaralega fræðslu í
anda upplýsingarinnar (Steinfeld 1986:154-156).
Fyrstu lestrarbækurnar sem samdar voru handa norskum skólabörnum sóru
sig í ætt við „barnavini" upplýsingaraldar (Sletvold 1971:56-62); en líkt og í Dan-
mörku var í vaxandi mæli tekið tillit til þeirrar kröfu að lestrarbókin miðlaði þjóð-
legu efni og gildum. Þetta sést t.d. á hinni norsku útgáfu af „Barnavini" Peders
Hjorts sem bróðir hans, Smith Hjort, sá um og lagaði að norskum aðstæðum.9
Steinfeld (1986:162) kallar lestrarbókina eftir Smith Hjort „fyrsta ritið handa al-
þýðu- og borgaraskólum sem eignar bæði alþýðlegum bókmenntum og hinum nýju
dönsku og norsku barnabókmenntum nokkurt rými." Svipað má segja, hvað inntak
áhrærir, um lestrarbók P. A. Jensens, Lesebok for Folkeskolen og Folkehjemmet (1863),
sem náði geysimikilli útbreiðslu á næstu áratugum. Bókin vakti harðar deilur milli
áhangenda gömlu kristindómsfræðsluhefðarinnar og frjálslyndra skólamanna
(Steinfeld 1986:167-176). En það var fyrst eftir 1880 að samdar voru lestrarbækur
handa norskum barnaskólum sem sögðu algerlega skilið við alfræðihefðina þar
sem uppbyggilegt kristilegt efni hafði átt fastan sess (Sletvold 1971:120-131).
8 Hér á landi eignaðist bók Hjorts um síðir skilgetið afkvæmi, svo sem fram kemur hér á eftir.
9 Norsk Læsebog for Borti 7-15 Aar, 1. og 2. b. Christiania 1843 og 1847.
15