Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Blaðsíða 10
296
Dauðinn í mjólk.
IÐUNN
una. Og allir fengu verki í sköflungana, ósvikna sund-
urslítandi Maltasótt. Og þessi óvísindalegi atburður varð
tilefni þess, að hin ágæta, en þvi miður gersamlega
áttavilta »Brezka nefnd, skipuð til að rannsaka Malta-
sóttina«, félst einhuga á, að aðeins á einn hátt gætu
menn sýkst af Maltasótt — með þvi að drekka geitamjólk.
En þessa hafði Alice Evans aldrei heyrt getið. Og
hinar frægu kýr, sem útheltu þeirri mjólk, er hún var
að fást við, voru að minsta kosti ekki geitur, og ekki
voru þær heldur frá eyjunni Malta. Þessi sótthiti, sem
gengur í öldum, þessir verkir, sem koma og fara,
þessar tærandi svitasteypur . . . það hafði enga þýð-
ingu fyrir Ameriku. Að sleptum nokkrum tilfellum
suður i Texas og Nýju-Mexíkó, meðal óþrifinna Mexikó-
búa — sem neyta geitamjólkur — höfðu menn aldreí
rekist á sjúkdóminn á meginlandi Norður-Ameríku.
3.
Það var ekki liðið árið, er Alice Evans datt um þá
staðreynd, sem var ótrúleg, alveg óvænt, gat ekki
átt sér stað eftir öllum gerlaveiðanna reglum, braut
í bága við öll lög húsdýravísindanna — staðreynd,
sem var blátt áfram læknisfræðilegt guðlast. Hún sat
og ræktaði og rannsakaði og lýsti safni nokkru af
klasakokkum, þ. e. hnöttóttum gerlum, sem vaxa í
klösum líkt og vínber — og hún hafði rekist á þessa
sérstöku klasakokka í 192 sýnishornum af mjólk úr
161 kú frá fimm úrvals kúabúum, sem starfrækt voru
undir vísindalegu eftirliti.
í rannsóknarstofunni var unnið eftir aðferðum Fords.
Hún skyldi gæta klasakokkanna, en annar, sem sat
við sama borð, gætti keðjukokkanna — alt úr sömu
mjólkursýnishornunum, minnist þess. Keðjukokkarnir