Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Blaðsíða 36
322
Dauðinn í mjólk.
IÐUNN
nr. 5 til Francis í Washington og spurði, hvort vera
mundi um tularœmi að ræða — kanínusóttina.
Francis var eins hreykinn af að finna ný tilfelli af
uppáhaldsjúkdómi sínum og Indíáni af að hengja ný
höfuðleður við belti sér. Hann gerði blóðrannsókn-
irnar í sinni eigin ósnyrtilegu rannsóknarstofu, en
nei, það var alls ekki tularœmi — en blóðið úr þessum
stúdent gaf áreiðanlega jákvæða svörun við Bangs-
sýklum.
Hann ætlaði alls ekki að verða svo lítilfjörlegur,
þessi faraldur, ungir stúdentar, piltar og stúlkur,
köstuðust niður, þar að auki — sem var nú minna
um vert — tók ein þvottakona sóttina. Eftir að
Francis og ungfrú Farbar höfðu í mesta flýti skifst
nokkrum bréfum á, varð honum ljóst, að þessi kven-
læknir hafði af einberri tilviljun dottið niður á eina
þess háttar tilraun, sem náttúran sjálf stofnar til —
og er lærdómsríkari en nokkur tilraun getur verið,
sem vísindamenn ráðast í á rannsóknarstofum sínum.
Allir þessir stúdentar af báðum kynjum, og þvotta-
konan sömuleiðis, höfðu drukkið mjólk úr verðlauna-
kúm háskólans, er voru undir sífeldu dýralækniseftir-
liti, og var háskólastjórnin langtum hreyknari aí
þessum dýrgripum sínum en af vísindalegri frægð
stofnunarinnar. Mjólkin var drukkin ógerilsneydd. Það
var ekki langrar stundar verk fyrir gerlafræðinginn
Matthews frá Purdue að færa sönnur á, að sumar
af þessum heilbrigðu, margsnyrtu kúm gáfu frá sér
Bangssýkla í stríðum straumum niður í sína kosta-
miklu mjólk. Dr. Farbar lét ekki hrekjast, þó að skóla-
stjórnin gerði henni lífið leitt, og þegar tuttugu og
átta höfðu sýkst, linti faraldrinum skyndilega. Af þv»