Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Blaðsíða 50
336
Með strandmenn til Reykjavíkur.
IÐUNN
björtu. Konsúll Englendinga tók á móti strandmönn-
unum, en Öræfingarnir fóru að því búnu að leitast
fyrir um húsaskjól handa hestunum. Kristinn skip-
stjóri Magnússon og Þorvaldur Iögregluþjónn útveg-
uðu þeim einhvers staðar skýli, en Geir kaupmaður
Zoéga lét af hendi hey handa mörgum hestunum.
Fjórum hestum varð þó hvergi komið undir þak,
hvernig sem reynt var. Urðu þeir að standa í porti,
meðan Öræfingarnir dvöldust í Reykjavík.
Hinn 8. febrúar lögðu þeir af stað heimleiðis. Þann
dag var grenjandi blotahríð af norðaustri. Gistu þeir
að Lækjarbotnum um nóttina. Þegar þeir vöknuðu um
morguninn, var skollið á norðanrok með frosti. Far-
angur sinn höfðu þeir orðið að láta liggja úti um
nóttina. Var hann svo stokkfreðinn, þegar þeir komu
á fætur, að þeir urðu að pikka hann sundur með járn-
kálli, og var það með herkjubrögðum, að þeir fengju
komið honum á hestana. Hellisheiði var ill yfirferðar.
Var þar fannkyngið svo mikið, að rétt sást ofan á
vörðurnar meðfram veginum. Brautin var sumsstaðar
eitilhörð, og bar troðninginn víða hærra en lausasnjó-
inn, sem skóf til hliðanna, en í dældum og lautum
voru víða kafhlaup, svo að hestarnir brutust um og
fengu með naumindum rifið sig áfram. í dimmu um
kvöldið náðu þeir að Arnarbæli og gistu þar hjá séra
Ólafi Magnússyni, sem áður hafði verið mörg ár
prestur að Sandfelli í Öræfum. í Arnarbæli héldu þeir
kyrru fyrir næsta dag. Reið þá Ari, Páll, Jónarnir frá
Svínafelli og prestshjónin austur að Kaldaðarnesi til
fundar við Sigurð sýslumann Ólafsson, er á yngri
árum hafði verið sýslumaður Skaftfellinga og var þeim
.að góðu kunnur.
Daginn eftir héldu þeir frá Arnarbælí að Ægissíðu.