Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Blaðsíða 50

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Blaðsíða 50
336 Með strandmenn til Reykjavíkur. IÐUNN björtu. Konsúll Englendinga tók á móti strandmönn- unum, en Öræfingarnir fóru að því búnu að leitast fyrir um húsaskjól handa hestunum. Kristinn skip- stjóri Magnússon og Þorvaldur Iögregluþjónn útveg- uðu þeim einhvers staðar skýli, en Geir kaupmaður Zoéga lét af hendi hey handa mörgum hestunum. Fjórum hestum varð þó hvergi komið undir þak, hvernig sem reynt var. Urðu þeir að standa í porti, meðan Öræfingarnir dvöldust í Reykjavík. Hinn 8. febrúar lögðu þeir af stað heimleiðis. Þann dag var grenjandi blotahríð af norðaustri. Gistu þeir að Lækjarbotnum um nóttina. Þegar þeir vöknuðu um morguninn, var skollið á norðanrok með frosti. Far- angur sinn höfðu þeir orðið að láta liggja úti um nóttina. Var hann svo stokkfreðinn, þegar þeir komu á fætur, að þeir urðu að pikka hann sundur með járn- kálli, og var það með herkjubrögðum, að þeir fengju komið honum á hestana. Hellisheiði var ill yfirferðar. Var þar fannkyngið svo mikið, að rétt sást ofan á vörðurnar meðfram veginum. Brautin var sumsstaðar eitilhörð, og bar troðninginn víða hærra en lausasnjó- inn, sem skóf til hliðanna, en í dældum og lautum voru víða kafhlaup, svo að hestarnir brutust um og fengu með naumindum rifið sig áfram. í dimmu um kvöldið náðu þeir að Arnarbæli og gistu þar hjá séra Ólafi Magnússyni, sem áður hafði verið mörg ár prestur að Sandfelli í Öræfum. í Arnarbæli héldu þeir kyrru fyrir næsta dag. Reið þá Ari, Páll, Jónarnir frá Svínafelli og prestshjónin austur að Kaldaðarnesi til fundar við Sigurð sýslumann Ólafsson, er á yngri árum hafði verið sýslumaður Skaftfellinga og var þeim .að góðu kunnur. Daginn eftir héldu þeir frá Arnarbælí að Ægissíðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.