Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Blaðsíða 14
300
Dauðinn í mjólk.
IÐUNrt
löngu, ráðist á, sezt að í og sennilega kvalið, pyntað-
og drepið einhvern íbúann á eyjunni Malta.
En einu gilti . . . Maltasýkillinn og hinn frægi kúa-
sýkill Bernhardts Bang voru grunsamlega líkir hvor
öðrum , . . það var blátt áfram furðulegt. Ef báðir
sýklarnir voru litaðir með sama litarefni, og væri
litið af einum og á annan, var nærri ógerningur að kom-
ast hjá að ruglaþeim saman . . . ef maður var þá heið-
arlegur og merkti annað sýnishornið með A, en hitt
með B.
Alice Evans var nú orðin blóðþyrst, þó að öfgar
séu að koma þannig orðum að sálarástandi ungrar
stúlku, sem ekki er veiðimaður og jafn blíðlynd og
kvenleg sem hún var. Nú hreinræktaði hún og rann-
sakaði herskara af Maltasóttarsýklum, og nákvæmlega
á sama hátt hreinræktaði hún og rannsakaði herskara
af Bangssýklum. Og hver gat séð muninn, þegar þeir
voru athugaðir þar, sem þeir uxu, þrifust og tímguð-
ust hvor við annars hlið? Hún lét þá hafast við, við
hverskonar skilyrði — við samskonar mismunandi
skilyrði — og báðir höguðu sér eins og voru eins
á að sjá við öll þau skilyrði lifsins, sem unt er að
bjóða gerlum í rannsóknarstofu.
Hún tók á öllu því hugrekki, sem hún átti til, og
sótti heim Dr. John M. Buck í sjúkdómadeild Rann-
sóknarstofunnar fyrir dýralífeðlisfræði . . . en þessi
Dr. Buck mátti ekki einungis það, sem Alice Evans
var óheimilt, heldur var það hans sérgrein: að gera
dýratilraunir með gerla. Hana brast kjark til þess að
segja það viðstöðulaust og blátt áfram, því að
engan hafði órað fyrir því áður, en loksins stundi
hún því upp, að Bangssýkillinn, sem lét kýrnar