Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Blaðsíða 85
IÐUNN
Kommúnismi og krislindómur.
371
að þeirri niðurstöðu í hinni seinni grein sinni, að það
sé kirkjan, sem hati kommúnistana! í hinni fyrri grein
taldi hann, að kirkjan ætti yfirleitt til svo mikla við-
sýni og umburðarlyndi, að hún tæki óvináttu komm-
únista með bróðurlegri miskunnsemi. Ég benti honum
á það, að upprunalaga er það kommúnisminn, sem í
misskilningi sínum hefir fjandskapast við kirkjuna. Hér
að framan hefi ég lýst afstöðu minni til kommúnism-
ans, og hygg ég, að afstaða allmargra íslenzkra presta
annara muni vera á mjög lika leið.
V.
Trúin * S'nn’ einsýnu irn heiciur Skúli Guð-
á skipulagið. íónsson> að »auðvaldsskipulagið« sé
orsök hatursins í brjóstum kommún-
istanna og að þetta hatur muni gufa upp og bráðna
eins og mjöll fyrir sólu undir eins og skipulag
kommúnismans kemst á. Heilaga einfeldni! Eins og
hatur og hvers konar lestir geti ekki þróast í hvaða
skipulagi sem er? Það er vægast sagt barnaskapur,
að halda það, að eitthvert skipulag lækni hvaða skap-
lesti sem er. Málið er hreint ekki svo einfalt. Maður,
sem er fullur upp öfundar og haturs, verður það í
hvaða skipulagi sem er. Maður, sem er eigingjarn og
valdasjúkur, verður það í hvaða skipulagi sem er.
Og skipulagið spillist af löstum einstaklinganna, unz
það hrynur. Þetta hefir sagan sýnt, og þetta liggur í
hlutarins eðli. Skipulagið er ekki eins mikils virði og
mannkostir þeirra, sem bera það uppi. Það er á ágæti
einstaklinganna, sem þjóðfélögin grundvallast. Þeir eru
hornsteinarnir og allir máttarviðirnir í byggingunni,
og ef þeir bregðast, hrynur alt með þeim.
Þetta er auðsætt mál. Og það er vegna þessa, sem
24,