Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Blaðsíða 91
M>UNN
Bækur.
377
sýslu. Mitt minni nær ekki lengra aftur en til fyrstu ára ald-
arinnar, en l>ó man eg t. d. Iiina gömlu baðstofu á Höskulds-
stöðum, sem talin var um 50 ára gömul, er hún var rifin,
■eitthvað um 1906, ef eg man rétt. Þar veik fornt húsalag fyrir
nýsmíði föður inins, sem að miklu leyti var timburhús. Þegar
skráð verður breytingasaga húsagerðarinnar, frá torfbaðstof-
um yfir timburhús til steinsteypuhúsanna, l>á koma fyrstu tveir
tugir 20. aldarinnar til skjalanna, að minsta kosti þar eystra.
Eg hefi áður bent á það í grein um mál á Austfjörðum,
að Breiðdalur liggi nálægt takmörkum, þar sem mætast sunn-
lenzk og norðlenzk áhrif máls. Sama kom upp úr kafinu, er
-eg las lýsingar sr. Jónasar á norðlenzkum og sunnlenzkum
fjárhúsum: norðlenzku húsin eru garðahús, en hin sunnlenzku
jötuhús. Heima voru til fjárhús af báðum gerðum, en garða-
liúsin voru bæði stærri og fleiri, enda var hið eina fjárhús
með jötu ávalt nefnt kofi, aldrei hús. Má vera, að stærðin ha
ráðið því fremur en gerðin.
í samræini við norðlenzka húsagerð mun það og hafa verið,
íið fæstar eða engar baðstofur sneru stöfnum fram á hlaðið,
iieklur ávalt lilið, gluggalausri sumstaðar, en með stórum
gluggum á öðrum.
Um inatarhæfi má geta þess, að nöfnin litii-skattur og aö-
alskattur (bls. 2) þektust varla. í þess stað var morgunkaffi
kl. 6—7, morgunmatur um dagmálin, miðdegismatur um eða
upp úr hádegi, þá miöaftanskaffi, en kuöldmatur kl. 8—9;
í\ vetrum kl. 6—7, áður en kvöldvakan byrjaði.
Hrossaflot (bls. 4) var ávalt kallað hrossafeiti; svo og
huulfeiti, en ekki Iwallýsi, eins og sr. Jónas kallar hana. Hross
voru notuð til frálags heima og viðar í Breiðdal, þó margir
hefðu bölvun á þeim. Hrossakjöt (kvenfólkið sagði stundum
hestakjöt, það var fínna) var saltað, en þótti bezt reykt, jafn-
vel hrátt, einkum hrosssiðurnar, sem voru feitar og flagaðar
ofan á brauð. Þegar kjöt af stórgripum (nautum, hrossum)
var skorið í spaðbita og saltað, voru hnútur og hryggjarliðir
hálfkroppaðir hengdir upp í eldhús. Þótti það herramannsmat-
ur að kroppa þá reykta (og soðna), og voru beinin kölluð
hraun. Ekki getur sr. Jónas þess (bls. 45). Kjötsoö af nýju og
söltu kjöti var notað i súpu, en ekki soð af hangikjöti, því
var fleygt. Slátursoð var aftur á inóti etið með nýju slátri,