Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Blaðsíða 58
344
Með strandmenn til Reykjavíkur.
IÐUNN
hófu leit að Eggert, en fundu hann hvergi. Að svo
búnu tóku þeir að krönglast yfir fljótið með hesta,
sem þeir höfðu skilið eftir úti á ísnum, þegar slysið
vildi til, og gekk það óhappalaust. Þó mistu þeir
einn hest niður í vök, en heppnaðist að bjarga honum
með því að slá honum flötum í vatninu og ranghala
hann síðan upp á vakarbarminn.
Þegar þessu var lokið, fóru þeir að baxa við að
koma hestunum, sem eftir voru á vestri bakkanum,
austur yfir. Var það tafsamt verk, enda urðu þeir að
krækja með þá langt niður með fljóti. Tókst þeim
loks að koma þeim yfir úr svonefndu Bæjarhólma-
tagli. En það var um sólsetur, að allir hestarnir voru
komnir yfir á austurbakka fljótsins. Þá sneri Klemens
heim að Söndum. Hjörleifur hélt heim til sin að Sanda-
seli, en Öræfingarnir gistu um nóttina að Þykkvabæ
í Landbroti.
Daginn eftir héldu þeir að Hörgslandi á Síðu i all-
góðu veðri. Þaðan náðu þeir næsta dag að Kálfafells-
koti í Fljótshverfi. Daginn eftir, sem var hinn 20.
febrúar, héldu þeir yfir Skeiðarársand og komu um
kvöldið að Svínafelli. Höfðu þeir þá verið 28 daga í
þessu ferðalagi.
Það er af Birni að segja, að hann var orðinn svo
hress strax daginn eftir slysið, að hann gat haldið
ferð sinni áfram. Hann var að vísu enn þá nokkuð
þrekaður, því að hann hafði fengið áverka á hvirfil-
inn og gat ekki andað meira en til hálfs. En hann
dreif sig samt af stað frá Söndum, kom við á Feðgum
og tók þar reiðtygi, sem Ari hafði skilið eftir, og var úm
nóttina í Arnardrangi i Landbroti. Þar hélt hann kyrru
fyrir daginn eftir. Frá Arnardrangi fór hann að Núpsstað
og tafðist þar heilan dag vegna rigningar. Næsta dag