Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Blaðsíða 23
JÐUNN
Dauðinn i mjólk.
309
Áhuginn vaknaði. og þreytan hvarf við að lesa alt
þetta, og hún var andlega í fullu fjöri, er hún hag-
ræddi glösum sínum til þeirrar rannsóknar, sem hún
— raunar ranglega — taldi nægja til að greina sýkl-
ana hvorn frá öðrum. Tveir dagar liðu, og aftur varð
hún slöpp, svo að það var með herkjubrögðum, að
hún gat dregist að og frá gróðurskápnum og skil-
vindunni. Loks taldi hún sig örugga . . . til allrar
hamingju vissi hún ekki þá, að Bangs- og Bruces-
sýklarnir voru svo ótrúlega öldungis eins, að jafnvel
hinar hárnákvæmu rannsóknir hennar hrukku ekki
tiL Hún var viss um, að gerilsskaðræðið úr veika
manninum á Johns Hopkins sjúkrahúsinu var — kúa-
sýkill Bernhardts Bang.
7.
Alice Evans var fárveik, en þó stöðugt »ambúlant«,
eins og það hét á hrognamáli rannsóknarstofunnar,
sem átti að tákna það, að hún gæti staðið upprétt
og borið fyrir sig fæturna án þess að velta um koll.
Þar af leiðandi drógst hún að og frá rannsóknarstof-
unni i rauðu tígulsteinsbyggingunni og gætti próf-
glasa sinna lengi eftir það, að hún hefði átt að vera
lögzt í rúmið — alveg eins og hver annar hinna
hefði gert í hennar sporum. Þar sem hún var ekki
læknir, gat hún ekki elt uppi sjúklinga með öldusótt.
í götu hennar voru fleiri steinar en einn, er velta
þurfti burtu.
Hún náði í nokkur hundruð sýnishorn af blóði, sem
höfðu verið send rannsóknarstofunni til Wassermanns-
rannsóknar. Af fimm hundruð sýnishornum svöruðu
fimm jákvætt við sóttinni. Af þessum fimm voru tvö,
sem sýndu jákvæða svörun við Bang, en ekki Bruce