Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Blaðsíða 11
IÐUNN
Dauðinn i mjólk.
297'
voru líka hnöttóttir gerlar, en meira spennandi, þvii
að þeir voru ef til vill hættulegir. En enginn hafði.
beinlínis bannað Alice Evans að fást við ílöngu
gerlana, stafgerlana, ef á milli varð fyrir henni.
Og þannig atvikaðist það í einni tómstundinni, að
hún kom auga á stafgeril danska dýralæknisins, Bern-
hardts Bang.
Hún hafði verið mjög vandvirk og gætt klasakokka1
sinna með ýtrustu nákvæmni. Hún hafði þannig fært
sönnur á, að sumir af þessum hnöttóttu gerlum gefa
frá sér fílabeinsgult litarefni, og skilur það þá frá
frændum þeirra, sem lita sig mógula, og enn frá öðr-
um, sem teljast til sömu fjölskyldu, en eru fagurlega
sóleyjargulir á lit . . en það lá öldungis utan við
hennar verkahring að grenslast eftir því, hvort nokkr-
ir af þessum agnarpeölingum gætu unnið kanínum.
mein.
»Höfundurinn færir hér með þakkir Dr. George M.
Potter, sem hefir annast sýkingu tilraunadýranna og
krufningarnar«, skrifar ungfrú Evans í einni sinna vísinda-
legu ritgerða, sem enginn getur talið beinlínis spennandi.
Hún skýrði þar frá því, án þess að nokkur hefði skemtun
af, eða áhuga á því, annar en hún sjálf, að sumir
þessara litarsterku kokka gætu í raun og veru drep-
ið kanínur. Af þessari staðreynd dró Alice Evans ein-
kennilega ályktun — þegar tekið er tillit til hins
vísindalega hreinlætis, sem kýrnar búa við í hinum
viðhafnarmeiri kúabúum: »Þetta, sem hér hefir verið
skýrt frá, styður þá kenningu, sem nú vinnur sér
fleiri og fleiri áhangendur, að helzt eigi að geril-
sneyða alla mjólk«.
Þetta var vissulega mjög fljótfærnisleg ályktun, þvíi
að hvað var um að fást, þó að ein eða tvær kanín-