Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Blaðsíða 21

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Blaðsíða 21
IÐUNN Dauðinn í mjólk. 307 brátt uppáhaldsvinum sínum, tvíburasýklunum Bang og Bruce. En alt í einu — svo hlálega getur til tekist — komst hún að raun um, að hún hafði hlotið heims- frægð. Það hljómaði kór á óteljandi tungumálum frá rannsóknarstofum úr öllum heimsálfum: Alice Evans hefir rétt fyrir sér með Bangs- og Brucessýklana. En í föðurlandi hennar ríkti — þögn. Hún var ekki læknir, svo að hún gat ekki fengið stöðu við neina heilbrigðisstarfsemi hjá stjórninni, og þó að hún hefði verið læknir, hefði það ekki heldur komið til mála — af því að hún var kona. Svo að hún hélt áfram að vera á sömu rannsóknarstofunni, þar sem hún rann- sakaði heilasótt. Þangað til alt í einu árið 1922, að margt fór að gerast samtímis og með nokkrum ruglingi, sem þreytti hana, því að hún var verulega slöpp sjálf, enginn vissi af hverju. Enginn kærði sig heldur um það í rauðu tígulsteinsbyggingunni — nema hún sjálf. Hún hirti ekki um að láta mikið á þvi bera, því að það var þegjandi samkomulag, að ef menn fengu þá sjúk- dóma, sem menn rannsökuðu, þá gerði það ekki svo mikið til, meira að segja, ef það hafði nokkra þýð- ingu fyrir rannsóknirnar, þá sýktu menn sig sjálfir — eins og Goldberger og margir aðrir höfðu gert — einungis til þess að hafa ánægjuna af að sanna, að andstæðingar manna í vísindunum hefðu rangt fyrir sér. Það var þreytandi að vera veik, því að hún hafði svo mikið að gera. Fólk hafði drukkið geitamjólk í Arizona. Herlæknirinn, Gleason Lake, hafði verið send- ur þangað, og nú sat Alice Evans, sem var kunn að því að vera sérfróð í blóðrannsóknum á Maltasóttar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.