Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 21
IÐUNN
Dauðinn í mjólk.
307
brátt uppáhaldsvinum sínum, tvíburasýklunum Bang
og Bruce.
En alt í einu — svo hlálega getur til tekist —
komst hún að raun um, að hún hafði hlotið heims-
frægð. Það hljómaði kór á óteljandi tungumálum frá
rannsóknarstofum úr öllum heimsálfum: Alice Evans
hefir rétt fyrir sér með Bangs- og Brucessýklana. En
í föðurlandi hennar ríkti — þögn. Hún var ekki
læknir, svo að hún gat ekki fengið stöðu við neina
heilbrigðisstarfsemi hjá stjórninni, og þó að hún hefði
verið læknir, hefði það ekki heldur komið til mála —
af því að hún var kona. Svo að hún hélt áfram að
vera á sömu rannsóknarstofunni, þar sem hún rann-
sakaði heilasótt.
Þangað til alt í einu árið 1922, að margt fór að
gerast samtímis og með nokkrum ruglingi, sem þreytti
hana, því að hún var verulega slöpp sjálf, enginn
vissi af hverju. Enginn kærði sig heldur um það í
rauðu tígulsteinsbyggingunni — nema hún sjálf. Hún
hirti ekki um að láta mikið á þvi bera, því að það
var þegjandi samkomulag, að ef menn fengu þá sjúk-
dóma, sem menn rannsökuðu, þá gerði það ekki svo
mikið til, meira að segja, ef það hafði nokkra þýð-
ingu fyrir rannsóknirnar, þá sýktu menn sig sjálfir
— eins og Goldberger og margir aðrir höfðu gert —
einungis til þess að hafa ánægjuna af að sanna, að
andstæðingar manna í vísindunum hefðu rangt fyrir
sér.
Það var þreytandi að vera veik, því að hún hafði
svo mikið að gera. Fólk hafði drukkið geitamjólk í
Arizona. Herlæknirinn, Gleason Lake, hafði verið send-
ur þangað, og nú sat Alice Evans, sem var kunn að
því að vera sérfróð í blóðrannsóknum á Maltasóttar-