Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Blaðsíða 77
IÐUNN
Kommúnismi og kristindómur.
363
er eins háttað með kommúnismann og hverja lífs-
skoðun aðra. Hann er að eins ein kenning af mörgum,
boðuð af »kennilýð« eins og aðrar stefnur. Hér á
Iandi hefir sá kennilýður enn ekki hlotið viðurkenn-
ingu eða stuðning af ríkisvaldinu eða náð neinum
verulegum áhrifum. En hvar sem hann hefir náð miklum
áhrifum, eins og t. d. í Rússlandi, er hann studdur
af ríkisvaldinu og launaður, vafalaust til móts við
íslenzka presta. Hér er því einnig um nokkurs konar
trúboð að ræða, sem undir eins tekur sín laun og það
nær þeim áhrifum, að það hefir aðstöðu til þess.
Boðun kristinna trúarbragða er því ekkert meiri ó-
svinna gagnvart almenningi en t. d. boðun komm-
únismans — en þetta vill greinarhöfundur láta í veðri
vaka. Hvort tveggja trúboðið er að eins boðun lífsskoð-
ana á vettvangi mannlegrar hugsjónabaráttu. Þess
vegna spyr skynsamur maður að eins um það, hvor
þessara lífsskoðana sé djúpskygnari og blessunarríkari
fyrir andlega og líkamlega heill þjóðarinnar. Skúli
Guðjónsson er viss um, að ekkert sé nýtilegt í kristin-
dóminum, að eins af því að hann hlýtur lítinn byr.
Ef dæma skal um komúnismann frá þvi sjónarmiði,
þá yrði hann léttvægur fundinn, því að kommúnism-
inn hefir hlotið mörgum sinnum minni byr en lifs-
skoðun kristninnar.
En min afstaða til þessara mála er alt önnur en
hann hyggur og sennilega alt önnur en hann er lík-
legur til að geta skilið. Ég er ekkert frá því, að margt
kunni að geta verið nýtilegt í hugmyndum komm-
únista. Það er mál út af fyrir sig. Hitt er annað mál,
hvort starfsaðferð þeirra er viturleg eða sigurvænleg
eða hvort fjandskapur þeirra við kristna trú hefir við
rök að styðjast. Enda þótt sá góði Gyðingur, Marx,