Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Blaðsíða 32
318
Dauðinn i mjólk.
IÐUNIM
verið höfðu vanfærar, er þær tóku öldusóttina. Sjö af
þeim hafdi leystst höfn.
10.
Nú gerðust atburðirnir svo tíðir, að erfitt er að
greiða þá i sundur og skýra frá þeim í réttri tíma^-
röð. í Iowa tók ötull rannsóknarmaður, A. V. Hardy,
að skýra frá tugum sjúkdómstilfella meðal íbúa í smá-
bæjum, aðallega bænda og slátrara. Sífelt yptu menn
öxlum. Nú voru það ekki svo mjög mjólkuriðnaðar-
mennirnir, sem létu dólgslega, en miklu fremur
almennir borgarar, sem ekki kærðu sig um að neyta
gerilsneyddrar mjólkur og voru einlæglega sannfærð-
ir um, að gerilsneyðing væri óþörf hótfyndni. Og þó
að menn fái þessa öldusótt, þá er það lítið verra en
slæm ofkæling, sagði smákaupmaður einn.
»Ekkert er fjær sanni«, sagði Hardy. Hann hafði
rekist á nokkur tilfelli í Iowa, þar sem sjúkdómurinn
stóð yfir í hálfan fjórða mánuð og á sumum jafnvel
i tíu mánuði. »Ég get fullyrt, að menn þurfa ekki að
sjá mörg tilfelli til þess að þeim skiljist, hve mikl-
um þjáningum og eymd þessi réttnefndi endalausi
sjúkdómur veldur. Það ber brýna nauðsyn til að leita
allra ráða til að koma í veg fyrir hann«.
En menn dóu ekki úr honum. Og þó gátu menn
dáið úr honum. Hardy tók að skýra frá tilfellum, sem
leiddu til dauða, tveimur, þremur, fjórum — og síð-
an mörgum i Kansas, þar dó fólk, óþektir sjúklingar
að vísu, en þeir dóu. Andstæðingar öldusóttarinnar,
sem höfðu áhuga á að rugla staðreyndirnar, fóru nú
að káfa í staðreyndum Hardys. Margir sjúklingar
Hardys voru bændur, eða menn, sem unnu að því að
búa um ket, eða brytjuðu flesk, sem stundum var