Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Blaðsíða 7
IÐUNN
Dauðinn í mjólk.
293
bera íram eina mjög einfalda spurningu, áður en ég
leyfi mér að bera mjólkurglas að vörum mér.
Við öldusóttinni kunna menn ekkert læknisráð, en
hér eftir gerist þess ekki heldur þörf. Fyrir skerið
má beita með því að bera fram þessa einu spurningu.
2.
Sóttin mátti heita óþekt í Ameríku, þegar Alice
Evans hóf þær rannsóknir, sem hún leiddi til lykta
með því að færa sönnur á, að sýkill Bernhardts Bang,
bácillus abortus Bang, sem þeir Bang og V. Stribolt
fundu og hreinræktuðu á árunum 1896 — ’99, væri
bróðir og réttnefndur tvíburi við Maltasýkilinn, sem
enski læknirinn Bruce fann. En engu að síöur hafði
sjúkdómurinn efalaust lengi stungið sér niður, gert
börn að aumingjum, svift heimilin húsmæðrum, tekið
menn frá vinnu. Þúsundir — jafnvel margar þúsundir
manna, að áliti Walts Simpson — gengu með sóttina.
íbyggnir húslæknar gengu um í öllum áttum og köll-
uðu hana taugaveiki eða inflúenzu eða malaríu og
jafnvel stundum berklaveiki. Frægustu og dýrustu
læknar voru á svipuðum villigötum. Aðrir duldu fá-
fræði sína um það, hvað að sjúklingunum gengi, með
þvi að muldra eitthvað um »taugabilun« eða »of-
þreytu«.
Árið 1917 var Alice Evans ekkert annað en lagleg,
ung, óþekt stúlka, sem vann að gerlarannsóknum á
Mjólkurrannsóknarstofunni í Washington ásamt öðrum
lítið eftirtektarverðum ungum mönnum og konum.
Henni var með öllu ókunnugt um, að þrjátíu árum
áður hafði enskur herlæknir, Davíð Bruce, tekið sér
fyrir hendur, á brúðkaupsferð sinni til Malta, að rann-