Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Blaðsíða 75
IÐUNN
Kommúnismi og kristindómur.
36t
legt gengi hennar »á öllum öldum.« Ég er ekkert viss-
um, að hið »raunverulega gengi« kirkjunnar hafi
nokkru sinni verið meira en einmitt nú. Þó að mér
finnist i sjálfu sér ekki mikið til um sigra hinnar-
kristnu menningar og ósigrar hennar hafi bæði verið
margir og hörmulegir, þá hygg eg þó, að óvíst sé, hvort
hún hafi nokkru sinni staðið með meiri blóma. Þess
ber að gæta í þessu sambandi, að eg tel ekki hið*
ytra páfa- eða kirkjuvald nokkurn réttan mælikvarða,
á »raunverulegt gengi kirkjunnar«. Kirkjan getur auðg-
ast að fé og ytri áhrifum og verið þó andlega dauð..
Nei, það eru hin innri áhrif, sem dæma verður eftir.
Það er andrúmsloftið og hugmyndirnar, sem kirkjan-
skapar. Og enginn sögufræðingur mun treysta sér til
að neita því, að hin kristna menning hefir bylt um>
hugmyndalífi Norðurálfuþjóða og margar mannúðleg-
ar umbótahugmyndir eigi rót sína að rekja til hennar..
Grunnhygnir menn veita því iðulega enga athygli,.
þegar þessar hugmyndir og þjóðfélagslegar afleiðing-
ar þeirra mæta þeim í lífinu, fremur en Bakkabræður
gerðu sér grein fyrir því, að dagsbirtan stafaði frá
sólunni. En þannig er þetta samt. Þrátt fyrir alt hefir
kirkjan orðið súrdeig, sem sýrir alt deigið. Og enda
þótt heinaberg erfðasyndarinnar, skilningsdeyfð Adams
og Evu, sé torvelt til hraðra framfara, þá hefir þó ef
til vill örlítið miðað í áttina og dagsbrún nýrra hug-
sjóna flutt dálitla skimu inn í hugi manna og hjörtu.,
Að framförin hafi hins vegar verið mikil og ör, hefi
ég ekki neina verulega trú á. Hvað almennan hugs-
unar- eða vitsmunaþroska snertir, getur það orðið
ákaflega mikið vafamál, hvort vér stöndum t. d..
Grikkjum eða Rómverjum svo sem nokkru framar.
Vér horfum minsta kosti á það, að mannkynssagani